Fara í efni

Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu

Málsnúmer 1509046

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 09.09.2015

Lagður var fyrir fundinn samningur milli Skagafjarðarveitna og Hólaskóla vegna sölu Skagafjarðarveitna á sjó úr sjóveitu til Versins Vísindagarða. Samningurinn, sem gerður var til 10 ára, var undirritaður 26. október 2005 og rennur því út í lok október í ár. Sviðstjóra falið að ganga til viðræðna við Hólaskóla um áframhaldandi sölu á sjó til Versins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 19. fundar veitunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 24. fundur - 23.03.2016

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna samnings við Hólaskóla um sjóveitu.
Samningur um sölu Skagafjarðarveitna á sjó til Hólaskóla rann út í lok síðasta árs.
Formanni og sviðstjóra falið að semja við Hólaskóla um gjaldtöku fyrir sjóveitu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 24. fundar veitunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. Apríl 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 18.11.2016

Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við Verið - Hólaskóla vegna sjóveitu.

Nefndin samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá samningi sem mun gilda frá og með 1. janúar 2017.