Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

20. fundur 28. október 2015 kl. 15:00 - 16:10 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Kortasjá Skagafjarðar - uppbygging og breytingar

Málsnúmer 1510239Vakta málsnúmer

Þórður Karl Gunnarsson og Björn Magnús Árnason frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. kynntu fyrir fundarmönnum vinnu við uppbyggingu á Kortasjá Skagafjarðar ásamt framtíðarmöguleikum varðandi kortasjána.

2.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1509131Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fundargerð aðalfundar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fyrir árið 2015.

3.Lögfræðiálit v/hitaveituréttinda í Reykjarhól

Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Eiríki S. Svavarssyni, lögfræðingi, vegna hitaveituréttinda í Reykjarhól.
Í minnisblaðinu er farið yfir möguleg úrræði Skagafjarðarveitna til að tryggja hitaveituréttindi í Reykjarhól.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að úttekt á jarðhitaréttindum Skagafjarðarveitna almennt samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá 12. febrúar 2014.

4.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Mánudaginn 26. október sl. var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8km leið. Á næstu dögum er stefnt að áhleypingu á stofnlögn frá Molastöðum og að Hvammi og í framhaldi frá Hvammi að Deplum og Þrasastöðum. Verktaki vinnur þessa dagana að lagningu heimæða.

5.Fjárhagsáætlun 2016 - Skagafjarðarveitur

Málsnúmer 1510216Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:10.