Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

9. fundur 03. október 2014 kl. 15:00 - 16:05 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn.

1.Beiðni um svör v/ hitaveitu í Hegranesi - íbúar 5 bæja

Málsnúmer 1405170Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn fundargerð vegna íbúafundar með íbúum og landeigendum á norðvestanverðu Hegranesi.
Fundurinn var haldin 19. sept sl. og voru 15 manns á fundinum. Bragi Þór frá verkfræðistofunni Stoð ehf. fór yfir ástæður þess að norðvestanvert Hegranes var ekki tengt við hitaveitulögn frá Varmahlíð og kynnti drög að hönnun á stofnlögn frá hesthúsahverfi að Hegranesi. Íbúar ítrekuðu þá ósk sína að framkvæmdum við norðvestanvert Hegranes yrði flýtt og þar með lokið hitaveituvæðingu Hegraness í heild.
Nefndin minnir á að vinna stendur nú yfir við að kortleggja svæði sem standa utan 5 ára áætlunar.

2.Ný borhola við Langhús - borun holu.

Málsnúmer 1409272Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn tilboð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða í borun nýrrar heitavatnsholu við Langhús í Fljótum. Gert er ráð fyrir borun verði lokið fyrir 15. nóvember.
Nefndin samþykkir tilboðið.

3.Ný borhola við Langhús - samningar við landeigendur

Málsnúmer 1409273Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að nýjum samningi við landeigendur jarðarinnar Langhúsa. Samningurinn er byggður á eldri samningi frá 2011.
Nefndin samþykkir samningsdrögin og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við landeiganda.

4.Ný borhola við Langhús - nýtingarleyfi

Málsnúmer 1409274Vakta málsnúmer

Sækja þarf um nýtt nýtingarleyfi vegna borholu við Langhús. Eldra nýtingarleyfi er takmarkað við 2,5 l/s en áætlað rennsli úr holunni er a.m.k. 3 l/s miðað við núverandi hönnun. Sviðsstjóra falið að sækja um nýtt nýtingarleyfi til Orkustofnunnar.

5.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Rekstraraðilar skíðahúss á Deplum hafa óskað eftir upplýsingum varðandi hitaveituframkvæmdir í Fljótum og mögulegrar tengingar hússins við hitaveitu.
Lögð voru fyrir fundinn frumdrög að hönnun og kostnaðaráætlun vegna hitaveitulagnar frá Skeiðsfossi að Deplum og Þrasastöðum.
Sviðsstjóra falið að boða rekstraraðila á fund nefndarinnar við fyrsta tækifæri.

6.Notkun sjóveitu v/fiskþurrkunar

Málsnúmer 1410024Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá FISK um mögulega notkun á sjóveitu vegna dælingar hráefnis úr fiskvinnslu að fiskþurrkunarstöð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

7.Fjárhagsáætlun 2015 - Skagafjarðarveitur framkvæmdir

Málsnúmer 1408144Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra falið að taka saman framkvæmdalista fyrir árið 2015 fyrir næsta fund.
Nefndarmenn vilja koma fram þakklæti vegna kynningarferðar sem farin var föstudaginn 12. september sl. Skoðaðar voru framkvæmdir í Hegranesi og Hrolleifsdal auk mannvirkja í Varmahlíð og á Steinsstöðum. Nefndin þakkar starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir fróðlega og skemmtilega ferð.

Fundi slitið - kl. 16:05.