Fara í efni

Beiðni um svör v/ hitaveitu í Hegranesi - íbúar 5 bæja

Málsnúmer 1405170

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 7. fundur - 02.07.2014

Lagt var fyrir bréf frá íbúum á vestanverðu Hegranesi vegna hitaveitu. Í bréfinu er farið fram á skýr svör og rökstuðuning varðandi það hvers vegna ekki var ráðist í lagningu hitaveitu á vestanverðu Hegranesi.
Samþykkt að svara erindinu bréflega og boða til fundar með íbúum.
Helgi Thorarensen, fulltrúi K-lista óskar bókað;
"Mótmæli nokkurra íbúa í Hegranesi vegna rangra og villandi upplýsinga um hitaveituframkvæmdir þar sýna að það þarf að bæta til muna upplýsingaflæði frá sveitarstjórn Skagafjarðar til íbúa. Við eftirgrennslan kemur í ljós að mjög erfitt er að henda reiður á hvar, hvenær og hversvegna ákvarðanir eru teknar um hitaveituframkvæmdir.
Það er eðlileg krafa að íbúar fái greinargóðar upplýsingar um það hvaða ákvarðanir eru teknar fyrir hönd sveitarfélagsins, hvernig þær eru teknar, hvenær, af hverjum og á hvaða forsendum. Það fjárhagslegt hagsmunamál íbúa að áreiðanlegar upplýsingar um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins séu aðgengilegar tímanlega þannig að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir á grundvelli þeirra. Til dæmis um valkosti sína við húshitun.
Í dag eru þessar upplýsingar ekki aðgengilegar en það væri auðvelt að koma þeim á framfæri með virkari heimasíðum og ítarlegri fundargerðum. Það er mikilvægt að færa þessi mál í betra horf bæði til þess að íbúar geti veitt kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins nægilegt aðhald og til þess að tryggja að ákvarðanir sveitarfélagsins nýtist íbúum að fullu."
Gísli Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskar bókað;
"Að sjálfsögðu er gott að bæta upplýsingaflæði. Nefndin telur að viðkomandi íbúum hafi verið gerð grein fyrir málinu með heimsóknum og íbúafundi."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.08.2014

Lagt var fram til kynningar svarbréf til íbúa á vestanverðu Hegranesi þar sem lagt er til að boðar verði til fundar með íbúum á skrifstofu Skagafjarðarveitna. Fulltrúar veitunefndar, Skagafjarðarveitna og hönnuða munu sitja fundinn með íbúum. Sviðsstjóra falið að finna fundartíma í samráði við fulltrúa íbúa og boða skriflega til fundarins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 8. fundar veitunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 03.10.2014

Lögð var fyrir fundinn fundargerð vegna íbúafundar með íbúum og landeigendum á norðvestanverðu Hegranesi.
Fundurinn var haldin 19. sept sl. og voru 15 manns á fundinum. Bragi Þór frá verkfræðistofunni Stoð ehf. fór yfir ástæður þess að norðvestanvert Hegranes var ekki tengt við hitaveitulögn frá Varmahlíð og kynnti drög að hönnun á stofnlögn frá hesthúsahverfi að Hegranesi. Íbúar ítrekuðu þá ósk sína að framkvæmdum við norðvestanvert Hegranes yrði flýtt og þar með lokið hitaveituvæðingu Hegraness í heild.
Nefndin minnir á að vinna stendur nú yfir við að kortleggja svæði sem standa utan 5 ára áætlunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 9. fundar veitunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.