Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

407. fundur 24. febrúar 2021 kl. 16:15 - 17:13 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Ólafur Bjarni Haraldsson tók þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 949

Málsnúmer 2101017FVakta málsnúmer

Fundargerð 949. fundar byggðarráðs frá 20. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5, dagsett 14. janúar 2021 um lækkun fasteignaskatts 2021 vegna fasteignarinnar F2132365 Víðigrund 5, félagsheimili. Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um. Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lagt fram erindi frá Björgunarsveitinni Gretti, dagsett 17. janúar 2021 varðandi skráð eignarhald fasteignarinnar Skólagötu 1, Hofsósi, landeignarnúmer L146655, F2143662. Einnig lögð fram yfirlýsing um eignarhald og fjölgun séreignahluta fasteignarinnar Skólagata 1, Hofsósi, L146655, F2143662.
    Byggðarráð samþykkir framlagða yfirlýsingu um eignarhald og fjölgun séreignarhluta. Séreign 0101 telst vera að fullu í eigu Björgunarsveitarinnar Grettis. Séreign sem merkt verður 0102 verður í eigu Björgunarsveitarinnar Grettis að 33,35% hluta og Sveitarfélagsins Skagafjarðar að 66,65% hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lögð fram eignaskiptayfirlýsing vegna Björgunarstöðvar í Varmahlíð, landeignarnúmer L146129, F2140849 og F2216834, gerð af Þorvaldi E. Þorvaldssyni í apríl 2020.
    Byggðarráð samþykkir framlagða eignaskiptayfirlýsingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lagðar fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Farið yfir drögin og gerðar breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Byggðarráð samþykkir að veita Margeiri Friðrikssyni, kt. 1510603239, prókúru fyrir eftirtalda lögaðila og beinir til afgreiðslu sveitarstjórnar:
    6409983779 Minningarsj. Þórönnu og Halldórs, 4303830789 Félagsheimilið Skagasel, 4501697819 Bifröst, félagsheimili, 4602692889 Félagsheimilið Miðgarður, 4804750119 Félagsheimili Rípurhrepps, 4804750549 Félagsheimilið Árgarður, 4908850489 Félagsheimilið Ljósheimar, 5401695519 Félagsheimilið Ketilási, 6405952489 Náttúrugripasafn Skagafjarðar, 6905780189 Héraðsbókasafn Skagfirðinga, 4511760489 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og 6006830209 Utanverðunesslegat.
    Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarpsins. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda sveitarfélagsins vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, við frumvarpsdrögin í janúar 2020. Frumvarpið gerir sem fyrr ráð fyrir stofnun þjóðgarðs án samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga. Tillögur um afmörkun þjóðgarðs hvíla ekki á sérstökum röksemdum um náttúrufar heldur birtast sem krafa um yfirráð á svæðum þar sem þegar er gætt að hagsmunum náttúruverndar með Landskipulagi samþykktu af Alþingi, aðalskipulagi, eigandastefnu forsætisráðuneytis um þjóðlendur o.fl. Í undirbúningi málsins hefur ekki verið hugað að kostum núverandi umsjónar með þjóðlendum, sem liggur í raun hjá Alþingi, forsætisráðuneyti og sveitarfélögum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja eftir afstöðu ráðsins til málsins við Alþingi og samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um málið, þar sem fram kemur umfjöllun um nokkur meginatriði, auk fyrri athugsemda við málið.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
    Sveitarfélögin í landinu hafa almennt staðið sig vel og lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, náttúruvernd og varðveislu hefðbundinna landnytja, ekki síst á hálendinu og mikilvægi þess að nærsamfélagið sé þar í lykilhlutverki. Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir.
    Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
    Mikilvægt er að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna. Þannig fæst góður upptaktur í farsælt samstarf stjórnvalda og sveitarfélaganna um hálendisþjóðgarð þegar af honum verður.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson hjá VG og óháðum óska bókað:
    Sveitarfélögin í landinu hafa almennt staðið sig vel og lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, náttúruvernd og varðveislu hefðbundinna landnytja, ekki síst á hálendinu og mikilvægi þess að nærsamfélagið sé þar í lykilhlutverki. Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir.
    Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
    Mikilvægt er að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna. Þannig fæst góður upptaktur í farsælt samstarf stjórnvalda og sveitarfélaganna um hálendisþjóðgarð þegar af honum verður.

    Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2021, "Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032". Umsagnarfrestur er til og með 23.02. 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 949 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2021, "Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis". Umsagnarfrestur er til og með 29.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 949. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 950

Málsnúmer 2101022FVakta málsnúmer

Fundargerð 950. fundar byggðarráðs frá 27. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey þar sem óskað er eftir styrk vegna framhalds á forvarnarverkefni klúbbsins og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna ristilskimunar. Í lok árs 2019 lauk fimm ára forvarnarverkefni ristilskimunar framangreindra aðila og nú á að taka upp þráðinn aftur og bjóða upp á skimun á árunum 2021 og 2022.
    Byggðarráð þakkar framtak Kiwanisklúbbsins og samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá styrktarsamningi við klúbbinn á sömu nótum og fyrri samningur var. Fjármagn tekið af fjárheimild deildar 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lagt fram erindi frá Sögufélagi Skagfirðinga vegna útgáfu ævisögu Eyþórs Stefánssonar tónskálds.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um 500.000 kr. á árinu 2021 og stefnt að sambærilegu framlagi árið 2022. Féð tekið af fjárheimild deildar 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lagðar fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir framlagðar innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lögð fram auglýsing um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Utanverðunesslegat í Skagafirði, dagsett 11. desember 2020. Segir þar m.a.: "Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á skipulagsskrá sjóðsins: Í skipulagsskránni falli brott orðið "Sýslumanns" og í staðinn komi: sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða fulltrúa sem hann skipar."
    Sveitarfélagið Skagafjörður tekur við fjárreiðum sjóðsins úr höndum sýslumannsins á Norðurlandi vestra þann 1. janúar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lögð fram umsókn frá Stóragerði ehf., kt. 450713-0230 um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2021 vegna starfsemi félagsins. Fasteignir F2143494, F2268455 og F2295587.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður 30% af álögðum fasteignaskatti 2021 í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2021, "Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032". Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021.
    Byggðarráð samþykkir að fresta málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 950 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2021, "Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis". Umsagnarfrestur er til og með 29.01.2021.
    Byggðarráð samþykkir að fresta málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 950. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 951

Málsnúmer 2101028FVakta málsnúmer

Fundargerð 951. fundar byggðarráðs frá 3. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagt fram bréf dagsett 14. desember 2020 frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks þar sem stjórn félagsins óskar eftir fundi með byggðarráði vegna úthlutunar á Lóð 26 á Nöfum.
    Undir þessum dagskrárlið komu eftirtaldir fulltrúar Fjáreigendafélags Sauðárkróks á fund byggðarráðs, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Þorbjörg Ágústsdóttir, Þórarinn Hlöðversson og Inga Dóra Ingimarsdóttir.
    Fulltrúar fjáreigendafélagsins komu óánægju sinni með úthlutun Lóðar 26 á Nöfum vel fram.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög, í samráði við Fjáreigendafélag Sauðárkróks, að reglum varðandi úthlutun lóða á Nöfum til skepnuhalds .
    Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsett 29. janúar 2021 varðandi athugun og úttekt á brunavörnum Skagafjarðar 2021. Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti niðurstöður úttektarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • 3.3 2102016 G-vítamín
    Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2021 frá Geðhjálp varðandi átakið G-vítamín. Óskað er eftir að sveitarfélagið bjóði frían aðgang á söfn og sundlaugar einn dag í febrúar 2021.
    Byggðarráð samþykkir að veita frían aðgang að Byggðasafninu Glaumbæ miðvikudaginn 10. febrúar n.k. og frían aðgang í sundlaugar sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi þann 17. febrúar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagt fram bréf dagsett 26. janúar 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXVI. landsþings sambandsins þann 26. mars 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagt fram kauptilboð frá Naflanum ehf., kt. 670509-2140 í hlutafé sveitarfélagsins í Ferðasmiðjunni ehf., kt. 431195-2169.
    Byggðarráð samþykkir að selja Naflanum ehf. hlutafé sitt að nafnverði 273.214 kr. á 306.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
    Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða er nú lögð fram að nýju af umhverfisráðherra en tillagan var áður lögð fram sem 853. mál á 145. þingi og svo aftur sem 207. mál á 146. þingi. Var sú þingsályktunartillaga samhljóða lokatillögu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur áður sent inn umsagnir um drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar. Var umsögn m.a. samþykkt var á 751. fundi byggðarráðs, dags. 3. ágúst 2016:
    (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3267)
    Einnig á 779. fundi byggðarráðs, dags. 30. mars 2017:
    (https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/skipulag/fundargerdir/byggdarrad-skagafjardar/3806)
    Það sem fram kemur í fyrri umsögnum er ítrekað hér.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill með umsögn sinni nú benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur í vindorku. Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
    Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, er stjórnvöldum „ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Með öðrum orðum, nái tillaga ráðherra fram að ganga, verður með öllu óheimilt um ófyrirséða framtíð að stunda orkurannsóknir á þeim virkjunarkostum sem lagðir eru til að fari í verndarflokk á Norðurlandi vestra, nema fyrir Orkustofnun til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu, í samanburðartilgangi eða öðrum almennum tilgangi.
    Er grafalvarlegt að umhverfisráðherra horfi í þingsályktunartillögu sinni með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur hefur orðið víða um land og að virkjanir og flutnings- og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Orkuskortur kann því að hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s. rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa strönduðu fyrir fáeinum árum síðan á orkuöflun. Umræddur iðnaður hefði skapað á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starfa og skipt gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staður, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra. Þá hefur verið unnið að öðrum verkefnum á sviðum atvinnuuppbyggingar á svæðinu, t.a.m. hvað varðar framleiðslu koltrefja og basalttrefja í Skagafirði en þar er um að ræða afurðir orkufreks iðnaðar sem þykja henta einkar vel til umhverfisvænna lausna, s.s. í framleiðslu bíla, flugvéla, báta og vindmylluspaða. Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Enn eru ótalin tækifæri í tengslum við orkuskipti í samgöngum líkt og framleiðslu vetnis hér á landi en stjórnvöld hafa sett sér það markmið að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt hér á landi eigi síðar en árið 2050. Beinast liggur við að slíkt gerist í gegnum rafvæðingu og vetnisvæðingu samgöngutækja en til þess þarf endurnýjanlega orku í miklum mæli, í gegnum vatnsafl, jarðvarma eða vind. Öll eiga framangreind verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar.
    Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir málsmeðferð verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og ofangreindri þingsályktunartillögu sem byggðarráð telur að brjóti í bága við ákvæði laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.
    Sé horft til hins lögbundna ferils mats á mögulegum orkunýtingarkostum, þá skal samkvæmt 4. mgr. 3. gr. sömu laga í verndar- og orkunýtingaráætlun „í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.“ Í því skyni skal skipuð verkefnisstjórn en hlutverk hennar er samkvæmt 9. gr. að „annast upplýsingasöfnun, faglegt mat, sbr. 4. mgr. 3. gr., og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er [verkefnisstjórn] samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar.“ Í 10. gr. segir ennfremur að verkefnisstjórn skuli byggja „faglegt mat sitt á upplýsingum sem fyrir liggja um þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætlun og beitir við það samræmdum viðmiðum og almennt viðurkenndum aðferðum. Vinna faghópa er lögð til grundvallar matinu.“
    Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipaði 4 faghópa og skiluðu einungis faghópar 1 og 2 fullnægjandi niðurstöðum. Niðurstöður faghóps 3 nýttust að mati verkefnisstjórnar ekki við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn að meta viðfangsefni faghópsins, samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda, með öðrum hætti. Faghópur 4 skilaði frá sér þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem til umfjöllunar væru í þessum 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.
    Að framansögðu er ljóst að ekki liggja fyrir upplýsingar um alla þá þætti sem ber samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort orkunýtingarkostir falli í orkunýtingarflokk eða verndarflokk. Samkvæmt 5. gr. laganna skal þá setja umrædda kosti í biðflokk en í „biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi á grundvelli sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk.“
    Torvelt getur reynst að snúa neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra við verði með öllu útilokað að hagnýta fleiri mögulega virkjunarkosti á svæðinu. Órökrétt er með öllu að jafnframt sé óheimilt að rannsaka þá sömu kosti til fulls með tilliti til heildstæðs hagsmunamats. Er það beinlínis andstætt lögum og tilgangi rammaáætlunar þar sem þeirri greiningarvinnu sem liggja á til grundvallar flokkun virkjanakostanna er mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Að mati byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar er útilokað að setja mögulega virkjunarkosti í Skagafirði í verndarflokk án þess að ráðist sé í mun viðameiri rannsóknir og mat á áhrifum þeirra á náttúru og samfélag í Skagafirði og nágrenni og að þar séu rekjanlegar og gagnsæjar niðurstöður allra faghópa rammaáætlunar hafðar til hliðsjónar. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessir kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.“
    Ofangreind bókun samþykkt með tveimur atkvæðum Gísla Sigurðssonar (D) og Stefáns Vagns Stefánssonar (B). Ólafur Bjarni Haraldsson (L) situr hjá við afgreiðslu málsins. Bjarni Jónsson (VG og óháð) stendur ekki að umsögn byggðarráðs um þingsályktunartillöguna og óskar bókað:
    VG og óháð vísa til fjölmargra ályktana félagsfunda og stjórna VG í Skagafirði á undanförnum árum um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Sveitarstjórnarhópur VG og óháðra fagna því að virkjanakostir sem tengjast Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun séu endanlega slegnir af og vatnasvæði Héraðsvatna sett í verndarflokk í rammaáætlun. Jökulsárnar í Skagafirði með sinni stórbrotnu náttúru er einstakar og þær ber að vernda, bæði fyrir komandi kynslóðir og á forsendum náttúrunnar sjálfrar. Með því að setja virkjanakosti í Jökulsánum í Skagafirði í verndarflokk er staðfest ótvírætt verndargildi svæðisins og þeir samfélagslegu hagsmunir til framtíðar sem felast í verndun þess.

    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson hjá VG og óháðum standa ekki að umsögn byggðarráðs um þingsályktunartillöguna og óskar bókað:
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum standa ekki að umsögn byggðaráðs um þingsályktunartillöguna og ítreka eftirfarandi bókun: "VG og óháð vísa til fjölmargra ályktana félagsfunda og stjórna VG í Skagafirði á undanförnum árum um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Sveitarstjórnarhópur VG og óháðra fagna því að virkjanakostir sem tengjast Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun séu endanlega slegnir af og vatnasvæði Héraðsvatna sett í verndarflokk í rammaáætlun. Jökulsárnar í Skagafirði með sinni stórbrotnu náttúru er einstakar og þær ber að vernda, bæði fyrir komandi kynslóðir og á forsendum náttúrunnar sjálfrar. Með því að setja virkjanakosti í Jökulsánum í Skagafirði í verndarflokk er staðfest ótvírætt verndargildi svæðisins og þeir samfélagslegu hagsmunir til framtíðar sem felast í verndun þess."

    Ólafur Bjarni Haraldssson og Jóhanna Ey Haraldsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
    Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með fimm atkvæðum, Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson greiddu atkvæði á móti.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammála meginmarkmiðum frumvarpsins um að auka styrk og sjálfbærni sveitarfélaga og að efla sveitarstjórnarstigið í heild. Byggðarráð telur að sveitarfélögin í landinu eigi að vera öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi og að tryggt verði að þau geti veitt sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.
    Byggðarráð telur að frumvarpið stuðli að eflingu sveitarstjórnarstigsins og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2021, "Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032". Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2021, "Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis". Umsagnarfrestur er til og með 04.02.2021.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar endurskoðun á lögum vegna innleiðingar á hringrásarhagkerfinu. Um afar mikilvægan málaflokk er að ræða og brýnt að haga undirbúningi breytinga og innleiðingu þeirra á sem bestan og raunhæfastan hátt. Í frumvarpinu má finna margar jákvæðar tillögur og ber þá sérstaklega að nefna aukna framleiðendaábyrgð, þ.e. að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því. Í frumvarpinu er bæði lagt til að fjölga þeim vörum er bera framleiðendaábyrgð (úrvinnslugjald) ásamt því að leggja til að framleiðendur standi undir fleiri þáttum við meðhöndlun úrgangs en nú er.
    Byggðarráð styður meginatriði frumvarpsins en telur þó mikilvægt að nýtt sé betur svigrúm í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Jafnframt þarf að skýra lagatextann svo ávallt sé ljóst hver ber ábyrgð hverju sinni sem og hvað sé innifalið í þeirri ábyrgð. Er þá sérstaklega verið að vísa til framleiðendaábyrgðar og ábyrgðar sveitarfélaga þegar kemur að meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023. Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu. Ekki verður séð að það að flýta innleiðingu umfram það sem er að finna
    í Evróputilskipun vegi upp á móti þeim ókostum er því fylgir. Byggðarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt er að gefa sveitarfélögum landsins svigrúm til að tryggja árangursríka innleiðingu án ónauðsynlegs kostnaðar
    Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. janúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 19/2021, "Drög að breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málmeðferð virkjunarkosta í vindorku)". Umsagnarfrestur er til og með 10.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lögö fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál, dagsett 25. janúar 2021.
    Bjarni Jónsson (Vg og óháð) óskar bókað:
    Umsögnin var send út án samráðs við stjórn og áður en stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um hana. Þegar þessi umsögn var síðan loksins lögð fyrir stjórn sambandsins gerðu fimm af níu stjórnarmönnum sem sátu fundinn athugasemdir við umsögnina og færðu þær til bókar. Vakin er athygli á þessum mistökum og því að meirihluti fundarmanna gerði athugasemdir við þá umsögn sem var send til alþingis og sveitarfélaga í nafni stjórnar.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson hjá VG og óháðum óska bókað:
    Umsögnin var send út án samráðs við stjórn og áður en stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um hana. Þegar þessi umsögn var síðan loksins lögð fyrir stjórn sambandsins gerðu fimm af níu stjórnarmönnum sem sátu fundinn athugasemdir við umsögnina og færðu þær til bókar. Vakin er athygli á þessum mistökum og því að meirihluti fundarmanna gerði athugasemdir við þá umsögn sem var send til alþingis og sveitarfélaga í nafni stjórnar.

    Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 951 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 26. janúar 2021 frá Fjallabyggð, varðandi bókun 681. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar um stöðu samgöngumála. Bókun fundar Afgreiðsla 951. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 952

Málsnúmer 2102007FVakta málsnúmer

Fundargerð 952. fundar byggðarráðs frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lögð fram drög að samningi, til eins árs, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk með gildistíma frá 1. mars 2021. Málið rætt og verður tekið fyrir síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

    Byggðarráð samþykkir að senda eftirfarandi umsögn:
    Hvorki liggja fyrir byggðarleg eða fiskifræðileg rök fyrir kvótasetningu á hrognkelsum og leggst Sveitarfélagið Skagafjörður gegn því að það verði gert. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar beinir því til ráðherra að veiðiráðgjöf um hrognkelsasveiðar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar með aðkomu vísindamanna utan Hafrannsóknarstofnunar og samtaka smábátasjómanna og byggi á breiðari vísindalegum grunni, eins og fyrirheit voru gefin um síðastliðið vor. Þá verði í samvinnu við sömu aðila útfærðar farsælli leiðir en úthlutun aflamarks til að stýra grásleppuveiðum sem bæði tryggja sjálfbærni þeirra og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja.
    Ekki hafa verið færð fram veigamikil rök fyrir því að setja aflamark á grásleppu. Ljóst er að slíkt myndi koma mjög illa við mörg byggðarlög sem byggja á blandaðri sjósókn smábátaútgerða og torvelda nýliðun í greininni. Þá er hætta á samþjöppun í hrognkelsaveiðum sem gengur sömuleiðis gegn markmiðum laganna. Ljóst er að boðaðar breytingar á fyrirkomulagi veiðanna myndu koma mjög illa niður á grásleppusjómönnum í Sveitarfélaginu Skagafirði og grafa frekar undan lífsviðurværi þeirra og sjávarplássa eins og Hofsóss. Sterk rök þarf til að hefta atvinnufrelsi fólks en þau virðast ekki til staðar í þessu máli.
    Fyrir liggur að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna síðustu grásleppuvertíðar var röng og stofnstærð verulega vanmetin. Þar kom tvennt til; stofnunin byggði beinlínis á röngum útreikningum, alvarleg mistök sem hún viðurkenndi um síðir opinberlega, en ekki fyrr en aðilar utan stofnunarinnar höfðu fært sönnur á villurnar og vertíðinni var víðast hvar lokið. Þá gagnrýndu fiskifræðingarnir Bjarni Jónsson og Halldór G. Ólafsson, sem stundað hafa hrognkelsarannsóknir, einnig að ekki hafi síðustu ár verið byggt á bestu fáanlegu þekkingu á líffræði hrognkelsa, niðurstöðum merkinga, netaralla og stofnstærðarvísa eins og afla á sóknareiningu. Þær ábendingar er að finna í gögnum til atvinnuveganefndar Alþingis. Eftir nokkurn umþóttunartíma ákvað Hafrannsóknastofnun að taka að stóru leiti til greina þær ábendingar og tilkynnti að ný vinnubrögð yrðu tekin upp í haust þar sem ofangreind gögn yrðu einnig lögð til grundvallar við stofnstærðarútreikninga grásleppu og veiðiráðgjöf. Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti ennfremur að taka þyrfti vísindalegan grundvöll veiðiráðgjafarinnar til endurskoðunar fyrir næstu vertíð.
    Hvorki Hafrannsóknastofnun né sjávarútvegsráðuneytið hafa fylgt eftir þessum fyrirheitum. Takmarkað samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila varðandi umgjörð hrognkelsaveiða og ekki hefur verið ráðist í gagngera endurskoðun á forsendum veiðiráðgjafar þar sem vísindamenn utan Hafrannsóknastofnunar sem þekkingu hafa á hrognkelsarannsóknum eru kallaðir til. Þær breytingar sem Hafrannsóknastofnun hefur boðað eru lítilvægar, gallaðar og á margan hátt sérkennilegar og virðast benda til þess að stofnuninni takist ekki enn að ná utan um og nota þá þekkingu sem þegar er til staðar á líffræði, lífsháttum og hegðun hrognkelsa. Má í því sambandi nefna niðurstöður merkinga og dægursveiflur í hegðun sem gera niðurstöður togararalls sem beinast að öðrum tegundum, markminni. Þá er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að afli á sóknareiningu grásleppubáta gefur beinar vísbendingar um stofnstærð. Afli á sóknareiningu var einmitt með því mesta sem lengi hefur sést á veiðisvæðum grásleppu á síðustu vertíð.
    Ófullnægjandi veiðiráðgjöf og reiknimistök Hafrannsóknastofnunar urðu þess valdandi að sjávarútvegsráðuneytið taldi sig knúið á síðustu vertíð til að stöðva grásleppuveiðar fyrirvaralaust vegna mikillar grásleppugengdar og veiði á þeim svæðum þar sem grásleppuvertíðin hefst fyrr, því veiðin nálgaðist ráðlagt aflamagn stofnunarinnar. Það varð til þess að mjög margir grásleppusjómenn á Norðvesturlandi og til Vesturlands náðu ekki að veiða nema lítinn hluta þess afla sem annars hefði orðið. Þannig var að óþörfu afkoma fjölmargra sjómanna, fjölskyldna þeirra og byggðarlaga sem þær bitnuðu verst á í sett í uppnám vegna fyrirvaralausrar stöðvunar grásleppuveiða, án þess að þeir hefðu margir einu sinni náð að sjósetja bátana. Áður en vertíðinni lauk var ljóst að ekki hefði þurft að stöðva veiðarnar með þessum hætti því staða hrognkelsastofna var mun betri en þessir aðilar höfðu áður talið. Ef strax hefði verið brugðist við ábendingum um villur og tekið tillit þeirra vísbendinga sem óvenjugóð aflabrögð gáfu um stofnstærð, hefði verið hægt að bæta skaðann þá að einhverju leiti.
    Reynslan af síðustu grásleppuvertíð undirstrikar nauðsyn þess að undirstöður veiðiráðgjafar fyrir hrognkelsi verði endurskoðuð og bætt, ekki síst með því að nýta betur þá víðtæku þekkingu sem þegar er til staðar og taka tillit til fleiri lykilþátta við mat á stofnstærð sem að ofan greinir. Hafrannsóknastofnun boðaði að slík vinna hæfist nú í haust og sjávarútvegsráðuneytið kallaði eftir því að það yrði gert í samvinnu við fagfólk utan stofnunarinnar og hagsmunaaðila. Eki hefur verið við það staðið. Mikilvægt er að sú vinna hefjist nú þegar.
    Það ætti því að vera forgangsefni hjá sjávarútvegsráðuneyti nú að fylgja þeim fyrirheitum eftir og tryggja þannig sjálfbærni hrognkelsaveiða og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja.
    Bókun fundar Forseti kom með tillögu um að eftirfarandi yrði bókun sveitarstjórnar, með áorðnum breytingum.

    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Byggðarráð samþykkir að senda eftirfarandi umsögn: Hvorki liggja fyrir byggðarleg eða fiskifræðileg rök fyrir kvótasetningu á hrognkelsum og leggst Sveitarfélagið Skagafjörður gegn því að það verði gert. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar beinir því til ráðherra að veiðiráðgjöf um hrognkelsasveiðar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar með aðkomu vísindamanna utan Hafrannsóknarstofnunar og samtaka smábátasjómanna og byggi á breiðari vísindalegum grunni, eins og fyrirheit voru gefin um síðastliðið vor. Þá verði í samvinnu við sömu aðila útfærðar farsælli leiðir en úthlutun aflamarks til að stýra grásleppuveiðum sem bæði tryggja sjálfbærni þeirra og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja. Ekki hafa verið færð fram veigamikil rök fyrir því að setja aflamark á grásleppu. Ljóst er að slíkt myndi koma mjög illa við mörg byggðarlög sem byggja á blandaðri sjósókn smábátaútgerða og torvelda nýliðun í greininni. Þá er hætta á samþjöppun í hrognkelsaveiðum sem gengur sömuleiðis gegn markmiðum laganna. Sterk rök þarf til að hefta atvinnufrelsi fólks en þau virðast ekki til staðar í þessu máli. Fyrir liggur að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna síðustu grásleppuvertíðar var röng og stofnstærð verulega vanmetin. Þar kom tvennt til; stofnunin byggði beinlínis á röngum útreikningum, alvarleg mistök sem hún viðurkenndi um síðir opinberlega, en ekki fyrr en aðilar utan stofnunarinnar höfðu fært sönnur á villurnar og vertíðinni var víðast hvar lokið. Þá gagnrýndu fiskifræðingarnir Bjarni Jónsson og Halldór G. Ólafsson, sem stundað hafa hrognkelsarannsóknir, einnig að ekki hafi síðustu ár verið byggt á bestu fáanlegu þekkingu á líffræði hrognkelsa, niðurstöðum merkinga, netaralla og stofnstærðarvísa eins og afla á sóknareiningu. Þær ábendingar er að finna í gögnum til atvinnuveganefndar Alþingis. Eftir nokkurn umþóttunartíma ákvað Hafrannsóknastofnun að taka að stóru leiti til greina þær ábendingar og tilkynnti að ný vinnubrögð yrðu tekin upp í haust þar sem ofangreind gögn yrðu einnig lögð til grundvallar við stofnstærðarútreikninga grásleppu og veiðiráðgjöf. Sjávarútvegsráðuneytið tilkynnti ennfremur að taka þyrfti vísindalegan grundvöll veiðiráðgjafarinnar til endurskoðunar fyrir næstu vertíð. Hvorki Hafrannsóknastofnun né sjávarútvegsráðuneytið hafa fylgt eftir þessum fyrirheitum. Takmarkað samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila varðandi umgjörð hrognkelsaveiða og ekki hefur verið ráðist í gagngera endurskoðun á forsendum veiðiráðgjafar þar sem vísindamenn utan Hafrannsóknastofnunar sem þekkingu hafa á hrognkelsarannsóknum eru kallaðir til. Þær breytingar sem Hafrannsóknastofnun hefur boðað eru lítilvægar, gallaðar og á margan hátt sérkennilegar og virðast benda til þess að stofnuninni takist ekki enn að ná utan um og nota þá þekkingu sem þegar er til staðar á líffræði, lífsháttum og hegðun hrognkelsa. Má í því sambandi nefna niðurstöður merkinga og dægursveiflur í hegðun sem gera niðurstöður togararalls sem beinast að öðrum tegundum, markminni. Þá er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að afli á sóknareiningu grásleppubáta gefur beinar vísbendingar um stofnstærð. Afli á sóknareiningu var einmitt með því mesta sem lengi hefur sést á veiðisvæðum grásleppu á síðustu vertíð. Ófullnægjandi veiðiráðgjöf og reiknimistök Hafrannsóknastofnunar urðu þess valdandi að sjávarútvegsráðuneytið taldi sig knúið á síðustu vertíð til að stöðva grásleppuveiðar fyrirvaralaust vegna mikillar grásleppugengdar og veiði á þeim svæðum þar sem grásleppuvertíðin hefst fyrr, því veiðin nálgaðist ráðlagt aflamagn stofnunarinnar. Það varð til þess að mjög margir grásleppusjómenn á Norðvesturlandi og til Vesturlands náðu ekki að veiða nema lítinn hluta þess afla sem annars hefði orðið. Þannig var að óþörfu afkoma fjölmargra sjómanna, fjölskyldna þeirra og byggðarlaga sem þær bitnuðu verst á í sett í uppnám vegna fyrirvaralausrar stöðvunar grásleppuveiða, án þess að þeir hefðu margir einu sinni náð að sjósetja bátana. Áður en vertíðinni lauk var ljóst að ekki hefði þurft að stöðva veiðarnar með þessum hætti því staða hrognkelsastofna var mun betri en þessir aðilar höfðu áður talið. Ef strax hefði verið brugðist við ábendingum um villur og tekið tillit þeirra vísbendinga sem óvenjugóð aflabrögð gáfu um stofnstærð, hefði verið hægt að bæta skaðann þá að einhverju leiti. Reynslan af síðustu grásleppuvertíð undirstrikar nauðsyn þess að undirstöður veiðiráðgjafar fyrir hrognkelsi verði endurskoðuð og bætt, ekki síst með því að nýta betur þá víðtæku þekkingu sem þegar er til staðar og taka tillit til fleiri lykilþátta við mat á stofnstærð sem að ofan greinir. Hafrannsóknastofnun boðaði að slík vinna hæfist nú í haust og sjávarútvegsráðuneytið kallaði eftir því að það yrði gert í samvinnu við fagfólk utan stofnunarinnar og hagsmunaaðila. Eki hefur verið við það staðið. Mikilvægt er að sú vinna hefjist nú þegar. Það ætti því að vera forgangsefni hjá sjávarútvegsráðuneyti nú að fylgja þeim fyrirheitum eftir og tryggja þannig sjálfbærni hrognkelsaveiða og hagsmuni byggðanna sem á þeim byggja.

    Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. janúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
    Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
    Því miður er svo víða á landsbyggðinni að fólk hefur ekki val um hvort það notar bíl eður ei og nýtur ekki þeirra valkosta sem höfuðborgarsvæðið hefur með fjölbreyttari samgöngumáta. Sumar fjölskyldur þurfa jafnvel 2 bíla til að geta sinnt vinnu og sótt þjónustu. Þetta er því tillaga um nýja búsetutengda skatta sem munu leggjast með mestum þunga á landsbyggðina. Nær væri að koma með tillögur um hvernig sé hægt að efla enn frekar almenningssamgöngur á landsbyggðinni svo færri séu háðir því að eiga og nota bíla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
    Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 952 Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. febrúar 2021, um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins, S-11/2021. Bókun fundar Afgreiðsla 952. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 953

Málsnúmer 2102020FVakta málsnúmer

Fundargerð 953. fundar byggðarráðs frá 17. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefásson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lagður fram samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk milli sveitarstjórna Akrahrepps, Blönduóssbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, með gildistíma 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni (Byggðalista):
    "Fyrirspurn; niðurstaða þarfagreiningar og tímalína framkvæmda við skólahúsnæði í Varmahlíð.
    Í sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna sem standa að skólanum var samþykkt að setja af stað þarfagreiningu og hönnun gagngerra breytinga húsnæðis og lóðar fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla, í núverandi húsnæði grunnskólans, og að sú vinna færi fram á árinu 2020. Framkvæmdir gætu svo hafist á árinu 2021, nema niðustaða verkefnisins leiði til annars. 210 milljónir eru á fjárhagsáætlun ársins til verkefnisins.
    Hvenær er ráðgert að niðurstaða þarfagreiningar verði kynnt kjörnum fulltrúum, og má reikna með að framkvæmdir muni hefjst á næstu misserum?"
    Lagt fram svar sveitarstjóra:
    Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 11. mars 2020 var skipuð verkefnastjórn um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð. Í hópnum sitja skólastjóri Leikskólans Birkilundar, skólastjóri Varmahlíðarskóla, skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, fræðslustjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður eignasjóðs hafa einnig setið einstaka fundi eftir atvikum. Verkefnastjórn hefur starfað nokkuð ötullega síðan þótt Covid-19 faraldurinn hafi sett sitt mark á vinnuna og tafið framvindu verksins.
    Verkefnastjórnin kom fyrst saman þann 6. apríl 2020 og hefur nú fundað 7 sinnum, síðast þann 28. janúar sl. Staðan í dag er sú að búið er að gera nýjar raunteikningar af húsnæði og lóð Varmahlíðarskóla eins og hann er í dag, í tví-og þrívídd, þannig að auðvelt er að hefja alla vinnu við hönnun mögulegra breytinga. Skólastjórar leik-, grunn- og tónlistarskóla hafa unnið þarfagreiningar fyrir þá aðstöðu og rými sem þau telja að gera þurfi ráð fyrir í húsnæði undir starfsemi skólanna, sé miðað við stöðuna í dag og horft til framtíðar. Verkefnastjórnin hefur einnig farið í vettvangsferð í nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu til að kynna sér mismunandi útfærslur á skólastarfi þar sem þessar skólaeiningar eru undir sama þaki. Búið er að semja við VA arkitekta um ráðgjöf sem lýtur að undirbúningi og hönnun vegna endurnýjunar og samþættingu leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð ásamt nánasta umhverfi. Felst ferlið m.a. í aðstoð við samráð við nærsamfélag skólanna þar sem þess verður gætt að allir fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri. Stuðst verður við svokallað „Design Down Process“ sem á íslensku mætti kalla undirbúningsferli hönnunar, frá hinu almenna til hins sérstæða, en þetta er ferli sem nýtt hefur verið víða með góðum árangri við hönnun skólabygginga. Hugmyndafræðin felst í því að hugsa nútímalega og til framtíðar og vera óhræddur við að brjóta aldagamlar hefðir. Lögð er áhersla á að tengja skólastarf nemenda við það sem er að gerast hjá fjölskyldum þeirra, í atvinnulífinu og í samfélaginu, taka mið af möguleikum upplýsingatækninnar, beita markmiðssetningu í skólastarfi og líta á sk
    ólagöngu sem lið í símenntun einstaklinga sem stendur alla ævi.
    Boðað hefur verið til tveggja samráðsfunda sem fram fara í lok febrúar og byrjun mars. Ráðgjafi mun í kjölfarið skila af sér greinargerð þar sem fjallað verður um hugmyndafræði hönnunarinnar og efnisnotkun, auk aðaluppdrátta. Gert er ráð fyrir að þegar greinargerðin liggur fyrir í apríl nk. verði hún kynnt kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna í Skagafirði. Í kjölfarið verður farið í hönnun rýmisins og er stefnt að því að aðaluppdrættir liggi fyrir í október nk. Reynist niðurstaða framangreindrar vinnu, samráðs og hönnunar leiða í ljós að vænlegt sé að ráðast í breytingar á núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla með það að markmiði að skólarnir þrír verði undir sama þaki, verður sú tillaga lögð fyrir sveitarstjórnir sveitarfélaganna í Skagafirði til formlegrar afgreiðslu. Í kjölfarið ætti að vera hægt að ráðast í gerð séruppdrátta og gerð útboðsgagna framkvæmda, auk væntanlega skipunar formlegrar byggingarnefndar. Í þessu þarf að hafa til hliðsjónar heppilega áfangaskiptingu framkvæmdanna þannig að þær hafi sem minnst áhrif á skólastarf og séu í samræmi við fyrirhugaða fjárveitingu sveitarfélaganna til framkvæmda.
    Gera má ráð fyrir að hægt sé að hefja tilteknar framkvæmdir við Varmahlíðarskóla á árinu 2021 sem nýtast húsnæðinu, óháð því hver niðurstaða framangreindrar vinnu verður. Hins vegar má gera ráð fyrir að útboð heildarframkvæmda geti orðið í lok árs 2021 eða upphafi árs 2022, ef ákvörðun sveitarfélaganna verður að ráðast í gagngerar breytingar á húsnæðinu sem nýtist starfi skólanna þriggja.
    Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. til allra sveitarfélaga, dagsett 8. febrúar 2021 þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins. Erindið hefur verið sent sveitarstjórnarfulltúum sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lögð fram eignaskiptayfirlýsing vegna Skólagötu 1 á Hofsósi, landeignarnúmer L146655, F2143662 og F2513077, gerð af Þorvaldi E. Þorvaldssyni í janúar 2021.
    Byggðarráð samþykkir framlagða eignarskiptayfirlýsingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lagður fram tölvupóstur frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, dagsettur 10. febrúar 2021, þar sem sótt er um niðurfellingu fasteignaskatts af Safnaðarheimilinu, Aðalgötu 1, Sauðárkróki, F2131092 á grundvelli reglugerðar nr 1160/2005.
    Byggðarráð samþykkir að fella niður álagðan fasteignaskatt 2021 af fasteigninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lögð fram beiðni um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Lagt er til að hækka framkvæmdafé Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 15,5 mkr. og aukningu tekna um 2,5 mkr. Einnig eru hækkuð rekstrarframlög til málaflokks 05-Menningarmál um 2 mkr. og málaflokks 31-Eignasjóðs um 4 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum útgjödum með lækkun á handbæru fé.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 953 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. febrúar 2021 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 37/2021, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 (markmið um kolefnishlutleysi).". Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 953. fundar byggðarráðs staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84

Málsnúmer 2102018FVakta málsnúmer

Fundargerð 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 15. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Írísi Jónsdóttur f.h Jólatrésnefndar Fljótamanna dagsett 7.desember 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja nefndina um 20.000 kr. Tekið af lið 05713
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kristni Hugasyni fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins dagsett 17. janúar 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 1.500.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekið fyrir erindi frá A. Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd Áskaffis dagsett 16. September 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að lækka húsaleigu fyrir árið 2020 um helming, kr 150.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir drög að reglum um styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna áhrifa COVID á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði.

    Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða sem ákveðið hefur verið að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hægt er að
    sýna fram á að hafi veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.

    Umsókn skal fylgja stutt greinargerð þar sem gerð er grein fyrir tekjutapi vegna viðburðar. Einnig þarf að gera grein fyrir áætluðum kostnaði vegna viðburðar sem ekki kemur til greiðslu, þ.e.a.s. fellur niður.

    Gera þarf grein fyrir í umsókn hvaða áhrif tekjutap viðburðar hefur haft á umsækjanda og hvernig brugðist hefur verið við til að lágmarka tjón.

    Gera þarf grein fyrir öðrum stuðningi sem sótt er um vegna stöðunnar s.s. frá sérsamtökum eða ríkisvaldi. Þeir aðilar sem hlotið hafa stuðning frá hinu opinbera vegna Covid-19 eiga ekki rétt á styrk.

    Tímabil menningarviðburða sem styrkhæfir eru í þessari sértæku úthlutun er frá 1. mars 2020 til loka árs 2020. Þeir viðburðir sem ákveðið var innan þessa tímabils að fella niður eða breyta verulega
    umfangi þeirra falla undir þessa úthlutun.

    Umsóknarfrestur er til og með 16.03.2021

    Frekari upplýsingar veita Sigfús Ólafur og Heba, starfsmenn nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að leggja niður starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars 2021.

    Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Rósmundi fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir samningsdrög að nýjum samning við Þjóðminjasafn Íslands um afnot og varðveislu Glaumbæjar í Skagafirði tímabilið 2021-2025.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.

    Inga Katrín Magnúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekinn fyrir samningur um rekstur félagsheimilisins Ljósheima við Videosport ehf dagsettur 5. febrúar 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir drög að samningi við Króksbíó ehf. um rekstur félagsheimilisins Bifrastar til ársins 2025.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Tekin fyrir drög að samningi við Ferðaþjónustuna Brúnastöðum ehf. um rekstur félagsheimilisins Ketiláss til ársins 2025.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Lagt fram til kynningar bréf um úthlutun styrks úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2021. Matarkistan Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð 2.442.200 kr til stefnumótunar og markaðssetningar. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Lagt fram til kynningar bréf um synjun styrks til Matarkistu Skagafjarðar úr Matvælasjóði Íslands árið 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á stjórn Matvælasjóðs Íslands að endurskoða flokkun styrkja þar sem vöntun er á flokki fyrir regnhlífasamtök líkt og Matarkistu Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 84 Lagður fram til kynningar tölvupóstur þar sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2021, "Uppfærð rannsóknaráætlun 2020-2022 um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu". Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 164

Málsnúmer 2101006FVakta málsnúmer

Fundargerð 164. fundar fræðslunefndar frá 20. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 164 Borist hefur erindi frá foreldri sem óskar eftir að barn fái að nýta skólabíl til að fara í leikskólann á Hólum. Um er að ræða 5 ára barn sem mun hefja grunnskólanám á Hólum næsta haust. Í ljósi sérstakra aðstæðna og þar sem málið hamlar ekki akstri að öðru leyti, samþykkir fræðslunefnd að heimila að barnið fái að nýta skólabílinn út skólaárið 2020-2021. Komi til þess að grunnskólabörnum fjölgi þannig að skólabíllinn verði fullnýttur, verður ákvörðun þessi endurskoðuð. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 164 Lagt er til að leikskólar í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir sumarið 2021.
    Ársalir 7. júlí (miðvikudagur) kl. 14:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 10:00. Samtals 19 orlofsdagar.
    Birkilundur 2. júlí (föstudagur) kl. 12:00 - 9. ágúst (mánudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
    Tröllaborg 30. júní (miðvikudagur) kl. 12:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
    Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 164 Lagti er til að fundir fræðslunefndar fram til sumarleyfa 2021 verði sem hér segir með fyrirvara um breytingar:
    20. janúar kl. 12:00
    10. febrúar
    3. mars
    24. mars
    28. apríl
    26. maí
    23. júní (ef þörf er á)

    Fundirnir eru haldnir á miðvkudögum og hefjast klukkan 16:15
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 164 Lögð fram til kynningar ársskýrsla fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem ársskýrsla er unnin með þessum hætti. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir verkefni, fjölda mála sem koma til sérfræðinga fræðsluþjónustu og fleiri gagnlegar upplýsingar. Framvegis verður skýrsla sem þessi unnin árlega. Fræðslunefnd fagnar skýrslunni. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 165

Málsnúmer 2102006FVakta málsnúmer

Fundargerð 165. fundar fræðslunefndar frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir, Axel Kárason, Axel Kárason öðru sinni og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 165 Lagt fram erindi frá Einari Kára Magnússyni vegna fyrirsjáanlegs biðlista við leikskólann Birkilund í Varmahlíð árin 2021 og 2022. Í ljósi fjölgunar íbúa, ekki síst ungs fólks, á starfssvæði Birkilundar er hvatt til þess að sveitarstjórn bregðist við fyrirséðum skorti á leikskólaplássum.
    Fræðslunefnd þakkar Einari Kára greinargott erindi. Starfsfólk fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fylgist grannt með biðlistum við leikskóla Skagafjarðar og á reglulegt samtal við leikskólatjóra um stöðuna. Varðandi Birkilund sérstaklega er útlit fyrir að flest börn frá eins árs aldri fái leikskólavistun við upphaf næsta skólaárs. Jafnframt er bent á að nú er í gangi vinna við framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð og er þess vænst að niðurstaða um hvernig staðið verði að uppbyggingu leik- og grunnskóla þar liggi fyrir á næstu vikum. Ástæða er til að hraða vinnu við úrbætur starfsumhverfis leikskólans Birkilundar sem kostur er og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórnir beggja sveitarfélaganna í Skagafirði til að ganga rösklega til verks í þeim efnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 165 Biðlistar vegna leikskólanna í Skagafirði kynntir og ræddir. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til að huga vel að innviðauppbyggingu hvað leikskóla Skagafjarðar varðar. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað talsvert m.v. nýjustu íbúatölur og svo virðist sem barnafjölskyldum fjölgi mest. Örugg og fagleg dagvistun barna er forsenda þess að barnafjölskyldur geti og vilji flytjast til Skagafjarðar.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu Skagafirði. Eitt af grunnatriðum fýsilegrar búsetu fyrir ungt fólk er að uppbygging innviða sé í takt við byggðaþróun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skortur á leikskólaplássum hefur verið langvarandi hjá sveitarfélaginu en það er með öllu ótækt að allt að fjögurra ára börn fái ekki leikskólavist og biðlistar séu viðvarandi. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir nú þegar, til að tryggja öllum börnum sveitarfélagsins, eins árs eða eldri, leikskólavist á haustmánuðum þessa árs.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson hjá VG og óháðum óska bókað: VG og óháð leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu Skagafirði. Eitt af grunnatriðum fýsilegrar búsetu fyrir ungt fólk er að uppbygging innviða sé í takt við byggðaþróun bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skortur á leikskólaplássum hefur verið langvarandi hjá sveitarfélaginu en það er með öllu ótækt að allt að fjögurra ára börn fái ekki leikskólavist og biðlistar séu viðvarandi. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir nú þegar, til að tryggja öllum börnum sveitarfélagsins, eins árs eða eldri, leikskólavist á haustmánuðum þessa árs.

    Axel Kárason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Sveitarstjórnarfulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa verið samtaka í því markmiði sínu að uppfylla þarfir sem flestra barna fyrir leikskólavistun í héraðinu. Útlit er fyrir að flest börn frá eins árs aldri utan Sauðárkróks fái leikskólavistun við upphaf næsta skólaárs en í þessu sambandi má nefna að ný leikskólabygging á Hofsósi verður tekin í notkun síðar á þessu ári og að einnig er í gangi mikil og góð vinna við framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð þar sem horft er m.a. til úrbóta starfsumhverfis leikskólans Birkilundar. Hvað leikskólavistun á Sauðárkróki varðar þá samþykkti sveitarstjórn í lok síðasta árs fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 þar sem veittar eru 45 m.kr. til viðbyggingar við leikskólann Ársli á Sauðárkróki. Unnið hefur verið að mögulegum útfærslum þeirrar byggingar sem munu fara fljótlega til umfjöllunar í byggðarráði og fræðslunefnd, með það að markmiði að skjótt náist að uppfylla fyrirsjáanlegar þarfir fyrir fjölgun leikskólaplássa á Sauðárkróki. Aukin þörf fyrir leikskólapláss er ánægjulegur vitnisburður um þá miklu grósku sem á sér stað í atvinnu- og mannlífi í Sveitarfélaginu Skagafirði.

    Afgreiðsla 165. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 165 Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 19. janúar 2021. Kærunefnd útboðsmála úrskurðar að Sveitarfélagið Skagafjörður skuli greiða kæranda útboðsins, Suðurleiðum ehf., 650.000 krónur vegna málskostnaðar við kæruferlið. Jafnframt telur kærunefndin að sveitarfélagið sé skaðabótaskylt gagnvart kæranda ,,vegna kostnaðar hans af því að undirbúa tilboð sitt og taka þátt í hinu kærða útboði". Líkt og áður hefur komið fram laut kæran að töku tilboðs lægstbjóðanda. Áður en til efnislegrar niðurstöðu kærunnar kom ákvað fræðslunefnd að fella niður útboðið er í ljós kom að undir rekstri málsins fyrir nefndinni að það var ekki auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu eins og lög um opinber innkaup, nr. 120/2016, kveða á um. Samkvæmt sömu lögum ber sveitarfélaginu að taka lægsta tilboði svo fremi að það standist lög og útboðsskilmála. Ákvörðun um töku tilboðs er síðan kynnt í viðkomandi nefnd. Við gerð útboðsins leitaði Sveitarfélagið Skagafjörður til ráðgjafaraðila um framkvæmd og auglýsingu útboðsins.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson hjá VG og óháðum óska bókað: VG og óháð hafa ekki staðið að afgreiðslum tengdum eldra eða nýju útboði og málatilbúnaði því tengdu vegna skólaaksturs á Sauðárkróki og telja að ekki hafi verið staðið vel að útboði og ákvörðunum í þessu máli. Þá fjallaði fræðslunefnd ekki um tilboðin í fyrra útboðinu, en slíkt er í hennar verkahring og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, en ekki láta það sviðstjóra og starfsmönnum einum eftir. Ljóst er að skerpa þarf á valdsviði og hlutverki pólitískt kjörinna fastnefnda sveitarfélagsins. Áréttað er að VG og óháð eiga áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd án atkvæðisréttar.

    Axel Kárason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Í tilefni af bókun fulltrúa VG og óháðra í fræðslunefnd um að það sé í verkahring fræðslunefndar og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að fjalla um tilboð umrædds útboðs þá vilja fulltrúar meirihlutans benda á að fylgja ber lögum um opinber innkaup í hvívetna eftir að tekin hefur verið ákvörðun um að bjóða eitthvað tiltekið verk út, falli það innan ramma laganna, líkt og í þessu tilfelli. Í því felst að samningagerð í kjölfar útboða eru á ábyrgð viðkomandi starfsmanns sveitarfélagsins í samræmi við útboðsskilmála hverju sinni og lög um opinber innkaup. Pólitískar nefndir geta ekki vikið frá lögum um opinber innkaup hvað töku tilboða varðar.
    Þetta er einnig áréttað í Innkaupareglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem eru til umfjöllunar síðar á þessum fundi og sem fulltrúar allra flokka í byggðarráði hafa þegar samþykkt. Þar kemur skýrt fram að samningagerð í kjölfar útboða skulu vera á ábyrgð viðkomandi sviðsstjóra í samræmi við útboðsskilmála hverju sinni og lög um opinber innkaup en að niðurstöður útboða skuli sendar viðkomandi fagnefnd sveitarfélagsins, eða sérnefnd um tiltekið verkefni, til kynningar.

    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttitr VG og óháðum óska bókað: Sú bókun sem kom hér fram hjá fulltrúa framsóknarflokks breytir engu um þær ábendingar sem koma fram í fyrri bókun VG og óháðra.

    Afgreiðsla 165. fundar fræðslunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 397

Málsnúmer 2101024FVakta málsnúmer

Fundargerð 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 27. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 12, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kom fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 861 m2 að stærð og byggingarreitur 360 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.32. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
    Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
    Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Á 391 fundi skipulags- og byggingarnefndar 9.11.2020, var lögð fram tillaga að lóðarblaði fyrir lóðina Kvistahlíð 21, á Sauðárkróki. Á lóðarblaði kemur fram flatarmál lóðar, stærð byggingarreits, nýtingarhlutfall/byggingarmagn á byggingarreit, uppgefin mænisstefna auk hnita með afmörkun lóðar. Lóðin er 789 m2 að stærð og byggingarreitur 431 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0.31. Gert er ráð fyrir einnar hæðar húsi með hæð húss allt að 5.0m. Skipulags- og byggingarnefnd fól skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna nálægum lóðarhöfum.
    Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa í Kvistahlíð 4,6,8,10 9,11,13,15,17, og 19. Einnig voru send bréf á lóðarhafa í Grenihlíð 26, 28,30 og 32.
    Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til nýtt endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 hefur öðlast gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Christine Busch kt. 251262-2769 og Michael Busch kt. 141155-2459, eigendur Neðra Áss 2 í Skagafirði, landnr. 146478, óska eftir heimild til að afmarka byggingarreit á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að reisa sambyggt hesthús og reiðhöll. Einnig er sótt um heimild til lagningar vegar að byggingarreitnum frá Ásvegi (769), nýtt verður tenging við veginn sem er þegar til staðar og liggur að námu og beitarhólfi.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Björn Sverrisson kt. 010261-3099, þinglýstur eigandi sumarbústaðarlandsins Bakkatúns, L230823, óskar eftir heimild til að afmarka 1.606 m² byggingarreit á landi Bakkatúns skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús að hámarki 50 m² að stærð og 14,8 m² geymslu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Ómar Ívarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Landslag ehf, f.h. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Depla L146791 í Fljótum Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði (V1-3). Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa reits A (A1) og stækkunarmöguleika með nýjum reit, A (A2), þar sem gert er ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur (B), þar sem er ætlunin að byggð verði þjónustubygging fyrir ferðamenn allt að 250m2. Einnig eru settir út 2 reitir (C) sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur. Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Deplum, og mælist til að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Deplar Ferðaþjónusta-Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir framlagða tillögu Landsnets að matsáætlun ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem borist hafa stofnuninni og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdaraðila með nokkrum athugasemdum. Þetta tilkynnir stofnunin í bréfi 29. desember 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Guðmundur Þór Elíasson kt. 271277-3429 og Jóhanna H Friðriksdóttir kt. 080579-5359 eigendur Vamalæks lands L207441, óska eftir að leyfi til að breyta heiti/ lands og húss og óska eftir að nýtt bæjarheiti verði Arnarholt.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna nafngift.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Halldór Bjarnason kt. 260672-5689 f.h. Stjörnuverks ehf kt. 660417-0600, sækir um byggingarlóðina Borgarteigur 8, á Sauðárkróki. Umrædd lóð er ætluð til atvinnustarfsemi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvammur, landnúmer 146196 óskar eftir heimild til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar, sem „Laugarhvammur 16“, „Laugarhvammur 17“ og „Laugarhvammur 18“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Laugarhvammur 16 verður 2.913 m² að stærð. Laugarhvammur 17 verður 2.078 m² að stærð.
    Laugarhvammur 18 verður 1.904 m² að stærð. Jafnframt er óskað eftir því að útskiptar lóðir verði teknar úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðarland (60). Landheiti tengjast upprunajörð þar sem staðvísir er heiti upprunajarðar og staðgreinir miðar við fyrri landskipti úr Laugarhvammi L146196. Engin fasteign er á umræddum lóðum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi, landnr. 146196. Fyrir liggur þinglýst yfirlýsing dags. 15.1.2021, um umferðarrétt um lóðina Hólabrekku L221426, að ofangreindum lóðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Magnús Tómas Gíslason kt. 040776-5329 og Margrét Berglind Einarsdóttir kt. 180276-3199, leggja fram umsókn um breytta afmörkun lóðanna Kárastígs 14 og Kárastígs 16, á Hofsósi. Breytingin mun gera aðkomu bíla inn á lóð 16 greiðari. Núverandi aðkoma er mjög þröng og örðug. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á Kárastíg 12 (Mela) og 14. Þá liggur fyrir afstöðuuppdráttur, unnin af Tnet, sem sýnir nýja afmörkun lóðanna.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Skipulagsfulltrúi leggur fram nokkrar tillögur/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar í svokölluðu Nestúni. Um er að ræða nýja götu íbúðabyggðar sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem verður auglýst á næstunni til lokakynningar.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu. Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 9.0 m út frá og með norðaustur hlið húss, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, unnin af Verkís. Skipulags- og byggingarnefnd líst vel á fyrirhugaða stækkun húss við Sæmundargötu 1, og telur að með breikkun hússins muni fást betri heildarmynd og samfella húsa að austanverðu við Sæmundargötu. Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 397 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 113. dags. 12.1.2021 Bókun fundar Afgreiðsla 397. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 398

Málsnúmer 2102005FVakta málsnúmer

Fundargerð 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Skipulagsfulltrúi leggur fram gögn sem skýra afmörkun íbúðarhúsalóðarinnar Knarrarstígur 1 , L143551, á Sauðárkróki. Gögn unnin af Stoð ehf verkfræðistofu. Lóðin hefur verið mæld upp með nákvæmum gps tækjum, og er niðurstaða mælinga, að stærð lóðar er 1122,5 m2. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Skúli Hermann Bragason kt. 280272-3619, sækir um byggingarlóðina Kleifatún 9-11 á Sauðárkróki, til byggingar parhúss á lóðinni.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 og Ómar Björn Jensson kt. 190468-4299 eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Gil 6, L230527 sækja um leyfi skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna lóðina ásamt íbúðarhúsi sem á lóðinni stendur Gilseyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Sigurjón Rúnar Rafnsson kt.281265-5399, þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarhofs, landnúmer 230392 óskar hér með eftir heimild til að stofna 6.944 m² spildu sem „Staðarhof 2“ og 1.480 m² spildu sem „Staðarhof 3“, úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732606 útg. 27. jan. 2021, unninn af Stoð ehf. verkfræðistofu. Innan merkja Staðarhofs 2 verður hesthús og vélageymsla. Óskað er eftir því að Staðarhof 3 verði skráð sem frístundalóð. Umferðarréttur að útskiptum spildum er í landi Staðarhofs, L230392.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Gunnlaugur Oddsson kt.150562-3259 og Helga Freysdóttir kt.210363-2119, þinglýstir eigendur jarðarinnar Gröf, landnúmer 146532 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar, vestan Siglufjarðarvegar (76), á móti Grafargerði og Miðhúsum skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 131 ha (1.314.984 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gröf 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 756501 útg. 13. jan. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð. Innan merkja fyrirhugaðrar spildu eru matshlutar 10 og 12. Matshluti 10 er 657,3 m² minkahús byggt árið 1985 og matshluti 12 er 894,4 m² minkahús byggt árið 1989. Þessi mannvirki skulu fylgja útskiptri spildu. Ræktað land sem fylgir landskiptum nemur um 12,3 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gröf, landnr. 146532. Fyrir liggur landamerkjalýsing með undirritun eigenda Grafargerðis L146527, Miðhúsa L146567 og Grafar L146532 um að landamerki og afmörkun Grafar L146532 séu ágreiningslaus. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs í samráðsgátt mál nr. 30/2021, drög að frumvarpi til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2021.
    Skipulags- og byggingarnefnd fagnar breytingum sem geta orðið til einföldunar og styttingar á verkferlum vegna umhverfismats áætlana og umhverfismati framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 398 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 398. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 399

Málsnúmer 2102021FVakta málsnúmer

Fundargerð 399. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 399 Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
    Stærðir lóða eru frá ríflega 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhallandi, með þakhalla frá 11-14 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 399. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

12.Skipulags- og byggingarnefnd - 400

Málsnúmer 2102026FVakta málsnúmer

Fundargerð 400. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 22. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 400 Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
    Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhalla með þakhalla frá 14-20 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 400 Magnús Björnsson f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vegagerðin óskar einnig eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Sótt er um leyfi til endurbyggingar á sjóvörn meðfram Þverárfjallsvegi (Strandvegi) nr. 744-04 á Sauðárkróki. Um er að ræða efsta part sjóvarnar sem verður hækkuð um ca 0,5 m og breikkuð um ca 3 m. Lengd framkvæmdakafla er 1 km. Heildar efnisþörf er áætluð 5.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna en um 2.500 m3 af grjóti verður endurraðað í garðinum. Áætlað verklok eru haust 2021. Meðfylgjandi framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
    Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000. Nefndin telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafnar lagfæringar á varnargarðinum sem skemmdist mikið í óveðri í desember 2019 og snemma árs 2020. Skipulags og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagfæringa á sjóvarnargarðinum í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Þverárfjallsvegur-Strandvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi" Samþykkt samhljóða.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 177

Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer

Fundargerð 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir,Álfhildur Leifsdóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir 429 og 430 frá Hafnasambandi Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Lögð var fram til kynningar fundargerð 431 frá Hafnasambandi Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Ásta Birna Jónsdóttir fyrir hönd bæjanna Steinn, Fagraberg, Fagragerði, Hólakot og Ingveldarstaði-syðri á Reykjaströnd óskar eftir að komið yrði á sorphirðu fyrir bæina.
    Unnið er að útboði á sorphirðu í Skagafirði. Lagt verður mat á kostnað í þeirri vinnu við að sækja sorp heim á bæi og á móti því að núverandi kerfi verði áfram með sama hætti. Því hafnar nefndin þessari beiðni á þessum tímapunkti.
    Útboð á sorphirðu verður á vordögum 2021.



    Bókun fundar Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttitr VG og óháðum óska bókað: Í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu Skagafirði segir í 6. grein: “Í dreifbýli verða íbúar sjálfir að koma úrgangi sínum flokkuðum í sorpgáma sem staðsettir eru á tilteknum stöðum.?
    Umræddir gámar hafa verið fjarlægðir af Reykjarströndinni án nokkurs samtals við íbúa sem hafa nú engin önnur úrræði önnur en að koma heimilssorpi sjálfir á móttökustöðvar innan opnunartíma þeirra. Opnunartími Flokku á Sauðárkróki er 9 - 17 virka daga og þar af leiðandi þurfa íbúar að geyma sorp í bifreiðum sínum séu þeir mættir til vinnu fyrir opnun sem er með öllu óboðlegt. Sömu íbúar greiða þó sorphirðugjald í dreifbýli eftir sem áður.
    Það er eðlileg krafa að íbúar sem greiða fyrir ákveðna grunnþjónustu fái þá þjónustu og séu upplýstir bæði um fyrirhugaðar breytingar og þau úrræði sem ættu að taka við.
    Í 8. grein laga um meðhöndlun úrgangs segir að sveitarstjórn beri ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs.
    Við förum því fram á að erindi Ástu Birnu Jónsdóttur sem lagt var fyrir á fundi nr. 177 hjá Umhverfis- og samgöngunefnd og var hafnað, sé endurskoðað og viðeigandi lausn fundin á sorphirðu fyrir íbúa Reykjastrandar og þeim svæðum sem búa við sama þjónustuleysi, þar til útboð vegna sorphirðu á sér stað.

    Ingibjörg Huld Þórðardóttir, fulltrúi meirihluta í sveitarstjórn óskar bókað:

    Það skiptir Skagfirðinga og landsmenn alla máli að sýna ábyrgð í umgengni okkar við auðlindir, náttúru og umhverfi. Ein leiðin til þess er að vera meðvituð um þann úrgang sem frá okkur fer.
    Markmiðið með breytingu á sorphirðu í Skagafirði er að auka flokkun á úrgangi og um leið að draga úr magni urðaðs úrgangs. Það er í takt við landsáætlun í meðhöndlun úrgangs þar sem miðað er að bættri nýtingu auðlinda og að lágmörkuð verði þau neikvæðu áhrif sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur á umhverfið og heilsu manna. Þetta er eitt brýnasta verkefni samtímans og komandi kynslóða.
    Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Þetta er Sveitarfélagið Skagafjörður því miður ekki að uppfylla í dag þar sem sveitarfélagið greiðir tugi milljóna með málaflokknum á ári hverju.
    Um þessar mundir er unnið að undirbúningi útboðs á sorphirðu í Skagafirði með aðstoð ráðgjafa en fyrirhugað er að ráðist verði í það útboð á fyrri hluta þessa árs. Í þeirri vinnu er lagt mat á kostnað við ólíkar leiðir í þjónustu við sorphirðu. Markmiðið er að leita leiða til að auka flokkun, draga úr magni urðaðs úrgangs og leita jafnframt leiða til hagkvæmari þjónustu. Nauðsynlegt er að finna góðar leiðir að þessu markmiði því þegar upp er staðið fellur kostnaðurinn við þjónustuna lögum samkvæmt á notendur hennar, íbúana, og á gjaldtakan að vera í samræmi við raunkostnað þjónustunnar.

    Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með sex atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir greiða atkvæði á móti.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Opnunartími Förgu, Varmahlíð er mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 13-16. Mikil umræða hefur verið að þessu opnunartími sé óhentugur.

    Nefndin leggur til að opnunartíma verði breytt í 14-17 á sömu dögum. Breytingin verður nánar auglýst í fréttamiðlum þegar að því kemur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Lagt var fyrir nefndina erindi frá Svönu Ósk Rúnarsdóttur um ílla farinn göngustígur uppá Nafir milli Grjót- og Grænuklaufar.
    Svana Ósk Rúnarsdóttir fulltrúi Byggðalistans óskar eftir því að umhverfis og samgöngunefnd feli sviðstjóra að koma af stað lagfæringu á tröppum upp nafir að sunnan. Tröppurnar eru í lélegu ásigkomulagi og brýnt er að bæta úr ástandi trappanna.
    Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra og garðyrkjustjóra að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 177 Farið var yfir drög að breytingum á lögum á hringrásarhagkerfis og umsögn byggðarráðs um málefnið.
    Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs.

    Á 951. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, 3. febrúar 2021, var samþykkt eftirfarandi bókun um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.
    „Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar endurskoðun á lögum vegna innleiðingar á hringrásarhagkerfinu. Um afar mikilvægan málaflokk er að ræða og brýnt að haga undirbúningi breytinga og innleiðingu þeirra á sem bestan og raunhæfastan hátt. Í frumvarpinu má finna margar jákvæðar tillögur og ber þá sérstaklega að nefna aukna framleiðendaábyrgð, þ.e. að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því.
    Í frumvarpinu er bæði lagt til að fjölga þeim vörum er bera framleiðendaábyrgð (úrvinnslugjald) ásamt því að leggja til að framleiðendur standi undir fleiri þáttum við meðhöndlun úrgangs en nú er.
    Byggðarráð styður meginatriði frumvarpsins en telur þó mikilvægt að nýtt sé betur svigrúm í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Jafnframt þarf að skýra lagatextann svo ávallt sé ljóst hver ber ábyrgð hverju sinni sem og hvað sé innifalið í þeirri ábyrgð. Er þá sérstaklega verið að vísa til framleiðendaábyrgðar og ábyrgðar sveitarfélaga þegar kemur að meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt frumvarpsdrögum eiga lagabreytingarnar að taki gildi strax 1. júlí nk. en ákvæði um ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á tilteknum plastvörum og veiðarfærum á plasti taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2023.
    Sveitarfélög hafi jafnframt frest til 1. júlí 2023 til að innleiða aðskilda sérsöfnun á pappír og pappa, plasti og málmum og innleiða breytingar á gjaldheimtu. Ekki verður séð að það að flýta innleiðingu umfram það sem er að finna í Evróputilskipun vegi upp á móti þeim ókostum er því fylgir.
    Byggðarráð leggur áherslu á að nauðsynlegt er að gefa sveitarfélögum landsins svigrúm til að tryggja árangursríka innleiðingu án ónauðsynlegs kostnaðar.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

14.Veitunefnd - 73

Málsnúmer 2101019FVakta málsnúmer

Fundargerð 73. fundar veitunefndar frá 21. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 73 Hleypt var heitu vatni inná stofninn fyrir Hegranesið fimmtudaginn 14. jan. Fyrsta heimtaugin var svo tengd inná kerfið mánudaginn 18. jan. Í framhaldinu munu enn fleiri notendur detta inn.
    Tenging ljósleiðara í brunnum er komin af stað. Búnaðurinn til að tengja ljósleiðarann við Sauðárkrók er ekki kominn.
    Nefndin fagnar áfanganum og óskar ábúendum á Hegranesinu til hamingju. Formleg opnun verður síðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Fyrirspurn kom frá eigenda að Stokkhólma um aðgang að heitu vatni.
    Málið er í skoðun hjá sviðsstjóra.
    Lagning hitavatnslagnar frá Vallanesi að Stokkhólma er ekki á fjárhagsáætlum á árinu 2021.
    Vísað er í bókum frá fundi Veitunefndar nr.70 þann 28.09.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Lagningu ljósleiðara er lokið. Tenging ljósleiðara hefst ekki fyrr en Hegranesið er langt komið eða búið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Yfir kaldasta tímann í jan. 2021 þurftu Skagafjarðarveitur að senda frá sér tilkynningu til að biðla til notendur að fara sparlega með heita vatnið. Búast má við að viðlíka ástand komi upp á næstu mánuðum þegar svo kalt er í veðri.
    Sviðsstjóra er falið að vinna að undirbúningu útboðs á nýrri vinnsluholu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 73 Sviðsstjóri fer yfir verkefnalista yfir framkvæmdir og viðhald sem þarf að sinna á árinu. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.

15.Veitunefnd - 74

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

Fundargerð 74. fundar veitunefndar frá 18. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 74 Farið er yfir kostnað við lagningu ljósleiðara á þeim svæðum sem eftir er að ljósleiðaravæða í Skagafirði.
    Þessi svæði eru Skaginn, Hjaltadalur, Deildardalur, Vatnsskarð og Hraun í Fljótum sem unnið verður með Neyðarlínunni og Mílu.

    Veitunefnd leggur áherslu á að verkið verði klárað á þessu ári eins og stefnt var að. Sviðstjóra er falið að kanna leiðir til fjármögnunar verkefnisins í samráði við sveitastjóra og byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 74 Vinna við gerð áætlunar vegna hitaveituframkvæmda er hafin. Bragi Þór Haraldsson fór yfir grunnskjöl frá verkfræðistofunni Stoð og var staða málanna rædd. Forgangsraða þarf framkvæmdum samhliða öflun á heitu vatni og viðhaldi á hitaveitukerfunum frá Varmahlíð, Hrolleifsdal og í Hjaltadal.

    Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að gerð áætlunarinnar og leggja fram frekari gögn á næsta fundi Veitunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 74 Í samstarfi við verkfræðistofuna Stoð hefur möguleikinn á því að framlengja hitaveituna frá Varmahlíð til norðurs í Viðvíkursveit verið skoðaður. Við fyrstu sín virðist þetta ekki vera álitlegur kostur og alls ekki ef hægt verður að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleifsdal eða frá Langhúsum.

    Sviðsstjóra er falið að halda þessum möguleika opnum ef ekki tekst að fá nægilegt heitt vatn í Hrolleisdal.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 74 Tekið fyrir erindi frá Hlyn Ársælssyni sem Byggðarrað framvísaði á 941. fundi 24. nóvember sl. Erindið er beiðni um hluta niðurfellingu og/eða töluverðan afslátt af kostnaði vegna notkunar á heitu og köldu vatni á meðan verið er að koma stoðum undir rekstur fyrirtækisins Nordic Fish Leather ehf.

    Sviðsstjóra er falið afla frekari upplýsinga og ræða við Nordic Fish Leahter um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 74 Farið er yfir drög að reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna. Um er að ræða breytingar og endurskoðun á núgildandi tæknilegum tengiskilmálum sem eru frá 2012.

    Nefndin samþykkir drögin en felur sviðsstjóra og verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að rýna gögnin frekar og skila áliti fyrir 5. mars 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar veitunefndar staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 níu atkvæðum.

16.Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 1

Málsnúmer 2101023FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 27. janúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 1 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnti hugmynd að staðsetningu og útliti íþróttahúss við grunnskólann austan Vatna á Hofsósi. Einnig hugmyndir að aðkomu að skóla, íþróttahúsi og leikskóla og staðsetningu bílastæða.
    Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram að hönnun í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

17.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 27

Málsnúmer 2102010FVakta málsnúmer

Fundargerð 27. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 10. febrúar 2021 lögð fram til afgreiðslu á 407. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 27 Farið yfir hönnunargögn, verk- og kostnaðaráætlun 2. áfanga byggingar við Sundlaug Sauðárkróks. Gögnin kynntu Eyjólfur Þórarinsson og Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð ehf., verkfræðistofu.
    Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á fundinum.
    Bókun fundar Fundargerð 27. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021 með níu atkvæðum.

18.Innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 2011051Vakta málsnúmer

Vísað frá 950. fundi byggðarráðs þann 27. janúar 2021.

Lagðar fram innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir framlagðar innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð stefna og innkaupareglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

19.Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 2021

Málsnúmer 2102092Vakta málsnúmer

Visað frá 853. fundi byggðarráðs þann 17. febrúar 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagður fram samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk milli sveitarstjórna Akrahrepps, Blönduóssbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, með gildistíma 1. mars 2021 til 28. febrúar 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti.

Framlagður samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

20.Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki 2

Málsnúmer 2102049Vakta málsnúmer

Visað frá 983. fundi byggðaráðs frá 17. febrúar 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram beiðni um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Lagt er til að hækka framkvæmdafé Hafnarsjóðs Skagafjarðar um 15,5 mkr. og aukningu tekna um 2,5 mkr. Einnig eru hækkuð rekstrarframlög til málaflokks 05-Menningarmál um 2 mkr. og málaflokks 31-Eignasjóðs um 4 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum útgjödum með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Viðaukinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

21.Deplar Ferðaþjónusta- Deiliskipulag

Málsnúmer 2012251Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Landslag ehf, f.h. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Depla L146791 í Fljótum Skagafirði. Deiliskipulagið tekur til um 9,3 ha lands, sem er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem verslunar- og þjónustusvæði (V1-3). Megininntak deiliskipulags tekur til núverandi veiði- og gistihúsa reits A (A1) og stækkunarmöguleika með nýjum reit, A (A2), þar sem gert er ráð fyrir allt að 3000m2 byggingarmagni samanlagt á báðum reitum. Þá er settur út byggingarreitur (B), þar sem er ætlunin að byggð verði þjónustubygging fyrir ferðamenn allt að 250m2. Einnig eru settir út 2 reitir (C) sem eru ætlaðir til afmörkunar fyrir eldsneytisgeymslur og eldsneytisdælur. Aðkoma að svæðinu er af Ólafsfjarðarvegi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi á Deplum með níu atkvæðum, og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhalla með þakhalla frá 14-20 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

23.Þverárfjallsvegur-Strandvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2102212Vakta málsnúmer

Magnús Björnsson f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vegagerðin óskar einnig eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Sótt er um leyfi til endurbyggingar á sjóvörn meðfram Þverárfjallsvegi (Strandvegi) nr. 744-04 á Sauðárkróki. Um er að ræða efsta part sjóvarnar sem verður hækkuð um ca 0,5 m og breikkuð um ca 3 m. Lengd framkvæmdakafla er 1 km. Heildar efnisþörf er áætluð 5.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna en um 2.500 m3 af grjóti verður endurraðað í garðinum. Áætlað verklok eru haust 2021. Meðfylgjandi framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafnar lagfæringar á varnargarðinum sem skemmdist mikið í óveðri í desember 2019 og snemma árs 2020, enda varði málið almannahagsmuni og þar með brýnt öryggisatriði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagfæringa á sjóvarnargarðinum í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með níu atkvæðum.

24.Lausn frá nefndarstörfum

Málsnúmer 2101061Vakta málsnúmer

Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokks hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Sigríði lausn frá störfum og þakkar störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

25.Endurtilnefning aðalmanns í Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 2102240Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf aðalmann í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd í stað Sigríðar Magnúsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tilllög um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur
Samþykkt samhljóða.

26.Endurtilnefning varamanns í umhverfis- og samgöngunefnd

Málsnúmer 2102241Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varamann í umhverfis- og samgöngunefnd í stað Sigríðar Magnúsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tilllög um Stefán Vagn Stefánsson
Samþykkt samhljóða.

27.Endurtilnefning varamanns í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Málsnúmer 2102242Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varamann í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra í stað Sigríðar Magnúsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tilllög um Ingibjörgu Huld Þórðardóttur
Samþykkt samhljóða.

28.Endurtilnefning aðalmanns í stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses.

Málsnúmer 2102243Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf aðalmann í stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses. í stað Sigríðar Magnúsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tilllög um Axel Kárason.
Samþykkt samhljóða.

29.Endurtilnefning varmanns á ársþing SSNV

Málsnúmer 2102244Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varamann á ársþing SSNV í stað Sigríðar Magnúsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tilllög um Einar E. Einarsson
Samþykkt samhljóða.

30.Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101028Vakta málsnúmer

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Kaupfélags Skagfirðinga, eiganda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, umsókn um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi fyrir gistiheimili auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 27. janúar til og með 10. febrúar 2021 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingartíma.
Með vísan í 406. fundargerð sveitarstjórnar frá 20. janúar sl. hefur byggingarfulltrúi tekið málið til afgreiðslu.
Þetta tilkynnist hér með.

31.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2020 og 29. janúar 2021 lagðar fram til kynningar á 407. fundi sveitarstjórnar 24. febrúar 2021

Fundi slitið - kl. 17:13.