Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

164. fundur 20. janúar 2021 kl. 12:00 - 13:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Dagný Huld Gunnarsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn um skólaakstur vegna leikskólabarns

Málsnúmer 2012204Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá foreldri sem óskar eftir að barn fái að nýta skólabíl til að fara í leikskólann á Hólum. Um er að ræða 5 ára barn sem mun hefja grunnskólanám á Hólum næsta haust. Í ljósi sérstakra aðstæðna og þar sem málið hamlar ekki akstri að öðru leyti, samþykkir fræðslunefnd að heimila að barnið fái að nýta skólabílinn út skólaárið 2020-2021. Komi til þess að grunnskólabörnum fjölgi þannig að skólabíllinn verði fullnýttur, verður ákvörðun þessi endurskoðuð.

2.Sumarlokanir leikskóla 2021

Málsnúmer 2101019Vakta málsnúmer

Lagt er til að leikskólar í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir sumarið 2021.
Ársalir 7. júlí (miðvikudagur) kl. 14:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 10:00. Samtals 19 orlofsdagar.
Birkilundur 2. júlí (föstudagur) kl. 12:00 - 9. ágúst (mánudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Tröllaborg 30. júní (miðvikudagur) kl. 12:00 - 5. ágúst (fimmtudagur) kl. 12:00. Samtals 24 orlofsdagar.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

3.Fundartímar fræðslunefndar vor 2021

Málsnúmer 2101086Vakta málsnúmer

Lagti er til að fundir fræðslunefndar fram til sumarleyfa 2021 verði sem hér segir með fyrirvara um breytingar:
20. janúar kl. 12:00
10. febrúar
3. mars
24. mars
28. apríl
26. maí
23. júní (ef þörf er á)

Fundirnir eru haldnir á miðvkudögum og hefjast klukkan 16:15

4.Ársskýrsla Fræðsluþjónustu

Málsnúmer 2006256Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem ársskýrsla er unnin með þessum hætti. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir verkefni, fjölda mála sem koma til sérfræðinga fræðsluþjónustu og fleiri gagnlegar upplýsingar. Framvegis verður skýrsla sem þessi unnin árlega. Fræðslunefnd fagnar skýrslunni.

Fundi slitið - kl. 13:15.