Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

372. fundur 22. ágúst 2018 kl. 16:15 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 835

Málsnúmer 1808007FVakta málsnúmer

Fundargerð 835. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 372. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 835 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að ráða Sigfús Inga Sigfússon sem sveitarstjóra sveitarfélagsins kjörtímabilið 2018-2022 sem og fyrirliggjandi ráðningarsamning og vísar til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar. Sigfús Ingi tekur til starfa þann 22. ágúst 2018. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 5 Ráðning sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og byggingarnefnd - 326

Málsnúmer 1808009FVakta málsnúmer

Fundargerð 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 372. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir forseti kynnti fundargerð, með leyfi varaforseta. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Fyrir liggur, hjá skipulags- og byggingarfulltrúa umsókn frá Indriða Þór Einarssyni fh. Skagafjarðarveitna, um heimild til að bora tilraunarholu fyrir kalt vatn. Tilraunarholan verður boruð á Nöfun, utan leigulóða, eins og sýnt er á meðfylgjandi gögnum. Fyrirhuguð bordýpt er 50 m. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Með bréfi dagsettu 18. júní 2018 óskar Reynir Barðdal eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar um að fá að skipta lóð nr. 66 á Gránumóum upp í þrjár sjáfstæðar eignir. Reynir Barðdal mætti á fund Skipulags- og byggingarnendar þann 23. júlí sl. og gerði nánari grein fyrir erindinu. Þá var samþykkt að vinna málið áfram. Fyrir fundinum liggja tillögudrög vegna skiptingu lóðarinnar í þrjár lóðir. Samþykkt að skipta lóðinni upp í þrjár lóðir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera lóðarblöð og lóðarleigusamninga í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Umsókn Heiðbjartar Pálsdóttur var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar þann 11. júlí sl. og þá bókað:
    „Heiðbjört Pálsdóttir, kt. 230751-3669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Utanverðunes, landnúmer 146400 óskar eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 59,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782601 útg. 29. júní 2018. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Tekið er fram í umsókn að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Utanverðunesi, landnr. 146400. Jafnframt er óskað eftir því að fyrirhuguð spilda verði tekin út landbúnaðarnotkun og fái að stofnun lokinni heitið Tjarnarnes. Afgreiðslu frestað.Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að til viðbótar við umsókn verði gerð grein fyrir skiptingu hlunninda.“
    Fyrir liggur yfirlýsing Heiðbjartar um að hlunnindi fylgi ekki með í þessum landskiptum og muni áfram tilheyra jörðnni Utarverðunes landnúmer 146400. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Knútur Aadnegard kt. 020951-2069, þinglýstur eigandi Miklahóls land 2, (landnr. 221574) óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á landinu líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 718902, dags. 17. júlí 2018.
    Umrætt land er 21,1 ha. Á landinu er sumarhús byggt 2016 á byggingarreit sem samþykktur var 23. apríl 2014. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en fer fram á að unnið verið deiliskipulag af svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Hrefna Hafsteinsdóttir og Jón Grétarsson bændur að Hóli í Sæmundarhlíð, þinglýstir eigendur Hóls í Sæmundarhlíð (landnr. 145979) óska eftir leyfi fyrir byggingu smávirkjunar líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S01 og S02 í verki nr. 743405, dags. 31. júlí 2018. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.










    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Jakobína H. Hjálmarsdóttir, kt. 200859-5539, þinglýstur eignandi lóðarinnar Helgustaðir (lnr.192697) í Unadal, Skagafirði óskar eftir því að láta vinna, á sinn kostnað deiliskipulag fyrir lóðina Helgustaði.
    Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.0 dags. 28.06.2018 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og heimild til að vinna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 7 Helgustaðir 192697 - Umsókn um deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Með bréfi dagsettu 25. júlí sl. sækja Þórður Eyjólfsson og Ragnar Guðmundsson, fh Búhölda hsf. eftir lóðum fyrir 2-3 parhús. í Umsókn er bent á opið svæði sunnan Forsætis sem heppilegt byggingarland. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar erindinu en fellst ekki á að lengja Forsætið. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við skiplags- og byggingarfulltrúa að skoðaðir verði nýir byggingarkostir. Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16. mars sl var tekin fyrir umsók frá Friðbirni H. Jónssyni varðandi breytingar á húsinu Suðurgata 18 á Sauðárkróki. Eftirfarandi var bókað :
    „Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658-4099 sækir, fh. F húsa ehf. kt. 681009-1080 um heimild til lagfæringa og breytinga á einbýlishúsinu við Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að gerðar verða tvær íbúðir í húsinu, íbúð á jarðhæð og önnur íbúð á annari hæð og í risi. Þá er fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu, útidyrum og gluggum breytt og húsið einagrað og klætt utan. Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. febrúar 2018 gerðir af Þorvaldi E. Þorvaldssyni kt. 171064-5389, áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim hluta erindisins er varðar að gera húsið að tveimur íbúðum, en lýsir að öðru ánægju sinni með erindið.“

    Með bréfi dagsettu 11. maí sl óskar Friðbjörn eftir frekari rökstuðningi fyrir höfnun Skipulags- og byggingarnefndar á því að gera tvær íbúðir í húsinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Guðni Ólafsson og Edda María Valgarðsdóttir Öldustíg 15 sækja um tímabundið leyfi til að breyta bílgeymslu á lóðinni í íbúð. Meðfylgjandi umsókn eru gögn sem gera nánari grein fyrir erindinu. Þá liggur fyrir samþykki meðeiganda í Öldustíg 15 og samþykki nágranna að Öldustíg 13. Erindið samþykkt. Breytt notkun heimiluð til 1. ágúst 2023.

    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Jón Gunnar Vésteinsson og Pálina Ósk Ómarsdóttir sækja um heimild til að breyta bifreiðsgeymslu á lóðinni í snyrtistofu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið frestað. Samþykkt að grenndarkynna erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Fyrir liggur fyrirspurn frá Þorgeiri Jónssyni kt. 051055-7219 og Aðalsteini V. Júlíussyni kt. 040344-3309 um breytingu á lóðarheitum lóðanna Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A. Lóðirnar Borgarmýri 1 og 1A Ln: 143222 (1) og 200074(1A) eru skilgreindar sem ein bygging á tveim lóðum. Óskað er eftir að lóðarheitum verið breytt þannig að Borgarmýri 1A fái heitið Borgarmýri 1 og að Borgarmýri 1 fái götuheitið Víðimýri 1. Erindinu hafnað.

    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 326 Undir þessum lið komu fulltrúar í Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs á fund Skipulags- og byggingarnefndar. Umræðuefnið skipulag Sauðárkrókshafnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd - 141

Málsnúmer 1808010FVakta málsnúmer

Fundargerð 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 372. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Farið var yfir skipulagsmál Sauðárkrókshafnar. M.a. var farið yfir drög að skipulagsuppdrætti frá 2010 ásamt tillögum Vegagerðarinnar um stækkun hafnarinnar.
    Stefnt er að því að halda áfram vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins.
    Þessi liður fundarins var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Lagt var fyrir nefndina erindi frá FISK Seafood hf. um stækkun á húsnæði landvinnslu fyrirtækisins.
    Nefndin óskar eftir kynningarfundi þar sem áformin verða kynnt nefndarmönnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Dýpkunarskipið Galilei er komið til Sauðárkrókshafnar og mun hefja dýpkun á næstu dögum. Alls verða dýpkaðir um 60.000m3 í innsiglingu og á snúningssvæði innan hafnar. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Vinnuvélum Símonar ehf. um framlengingu á samningi vegna snjómoksturs á Sauðárkóki.
    Nefndin felur sviðstjóra að framlengja samning um snjómokstur á Sauðárkóki um 1 ár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Í erindinu vekur Umhverfisstofnun athygli á gildandi lögum og reglugerðum sem þetta varðar og beinir því til sveitarfélaga að vera vakandi fyrir óheimilum auglýsingum. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Lagður var fyrir tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna kynningarfunda umhverfis- og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi. Stofnuninni er ætlað að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúverndar. Kynningarfundur verður haldinn á Akureyri 23. ágúst nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá..
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 141 Lögð var fram til kynningar nýsamþykkt reglugerð um starfsemi slökkviliða. Bókun fundar Afgreiðsla 141. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með sjö atkvæðum.
    Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur óska bókað að þau sitji hjá.

4.Veitunefnd - 51

Málsnúmer 1808008FVakta málsnúmer

Fundargerð 51. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 372. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 51 Farið var yfir stöðu framkvæmda við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Lagningu ljósleiðara er að mestu lokið í Lýtingsstaðahreppi hinum forna að frátöldu Steinsstaðahverfi þar sem unnið er að lagningu um þessar mundir. Lagningu er lokið á milli Marbælis og Sauðárkróks og ídrætti ljósleiðara í fyrirliggjandi ídráttarrör er lokið í Hegranesi. Unnið er að ídrætti ljósleiðara á Hofðaströnd og í Sléttuhlíð og gengur sú vinna vel. Unnið er að plægingu stofnstrengs ljósleiðara á Reykjaströnd og í beinu framhaldi verður farið í plægingu á strengjum í Efribyggð.
    Míla vinnur að gerð tengimynda fyrir áðurnefnd svæði og mun fyrsti hluti þeirra liggja fyrir á næstu dögum og verður þá hafist handa við tengivinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar veitunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 51 Lögð voru fyrir fundinn lokadrög að samningi við Mílu um uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli. Veitunefnd felur formanni og sviðstjóra að ganga frá samningi við Mílu á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar veitunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 51 Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar veitunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 51 Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar veitunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 51 Lögð voru fram drög að Borholureglum frá Orkustofnun til umsagnar.
    Umsögn frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar veitunefndar staðfest á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018 með níu atkvæðum.

5.Ráðning sveitarstjóra

Málsnúmer 1808051Vakta málsnúmer

Vísað frá 835. fundi byggðarráðs, ágúst 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að ráða Sigfús Inga Sigfússon sem sveitarstjóra sveitarfélagsins kjörtímabilið 2018-2022 sem og fyrirliggjandi ráðningarsamning og vísar til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar. Sigfús Ingi tekur til starfa þann 22. ágúst 2018.


Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu að bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir ráðningu Sigfúsar Inga Sigfússonar sem sveitarstjóra kjörtímabilið 2018 til 2022 og samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning. Sveitarstjórn býður Sigfús velkominn til starfa og þakkar Ástu Pálmadóttur sem lætur af störfum sem sveitarstjóri um næstu mánaðamót fyrir hennar störf og óskar Ástu velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Ráðning Sigfúsar Inga Sigfússonar borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

6.Reglur um aðstoð til að greiða lögmannskostnað í barnaverndarmálum sbr. 47. gr. Bvl

Málsnúmer 1804083Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 830. fundi byggðarráðs þann 28. júní 2018.
Skv. barnaverndarlögum skal barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26. apríl 2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Sveitarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu byggðarráðs sem samþykkti framlagðar reglur á fundi sínum 28. júní 2018.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Helgustaðir 192697 - Umsókn um deiliskipulag.

Málsnúmer 1807012Vakta málsnúmer

Vísað frá 326.fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. ágúst 2018 til samþykktar sveitarstjórnar, þannig bókað:

Jakobína H. Hjálmarsdóttir, kt. 200859-5539, þinglýstur eignandi lóðarinnar Helgustaðir (lnr.192697) í Unadal, Skagafirði óskar eftir því að láta vinna, á sinn kostnað deiliskipulag fyrir lóðina Helgustaði. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.0 dags. 28.06.2018 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og heimild til að vinna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

Framlögð ósk um heimild til vinnslu fyrrgreinds deiliskipulags, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Byggðarráð Skagafjarðar - 830

Málsnúmer 1806022FVakta málsnúmer

Fundargerð 830. fundar byggðarráðs frá 28.júní 2018 lögð fram til kynningar á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018

9.Byggðarráð Skagafjarðar - 831

Málsnúmer 1807006FVakta málsnúmer

Fundargerð 831. fundar byggðarráðs frá 5. júlí 2018 lögð fram til kynningar á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 832

Málsnúmer 1807013FVakta málsnúmer

Fundargerð 832. fundar byggðarráðs frá 12. júlí 2018 lögð fram til kynningar á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 833

Málsnúmer 1807014FVakta málsnúmer

Fundargerð 833. fundar byggðarráðs frá 19. júlí 2018 lögð fram til kynningar á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 834

Málsnúmer 1808001FVakta málsnúmer

Fundargerð 834. fundar byggðarráðs frá 2. ágúst 2018 lögð fram til kynningar á 372. fundi sveitarstjórnar 22. ágúst 2018

Fundi slitið - kl. 16:50.