Fara í efni

Auglýsing atvinnulóða

Málsnúmer 2505096

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 146. fundur - 14.05.2025

Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti samhljóða á 73. fundi nefndarinnar 9. maí sl. að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir 6 lóðum við Borgarbraut, nánar tiltekið númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025

Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti samhljóða á 73. fundi nefndarinnar 9. maí sl. að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir 6 lóðum við Borgarbraut, nánar tiltekið númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.