Skipulagsnefnd - 73
Málsnúmer 2505011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025
Fundargerð 73. fundar skipulagsnefndar frá 9. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 73 Lögð fram deiliskipulagstillaga "Sauðárkrókur Athafnarsvæði AT-403" dags. 06.05.2025, útgáfa 1.0, uppdráttur DS01, greinargerð og jarðvegskönnun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Sauðárkrókur Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 73 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagsbreytingu fyrir "Mjólkursamlagsreitur Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 05.03.2025- 18.04.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 280/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/271 .
Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða deiliskipulagsbreytinguna "Mjólkursamlagsreitur Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagsbreytingartillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 73 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Borgarteigur 15 Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 05.03.2025- 18.04.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 280/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/280 .
Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi "Borgarteigur 15 Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 73 Guðmundur Sverrisson f.h. Makíta ehf. óskar eftir nýjum byggingarreitum á Brúarlandi Deildardal L146511.
Reitur A fyrirhugað að reisa ca. 40 m² gróðurhús og reitur B fyrirhugað að reisa ca. 30 m² aðstöðuhús fyrir skórækt.
Reitur A er rétt ofan við gamlar tóftir sem ekki stendur til að hreyfa við.
Sbr. leyfi Minjavarðar Skagafjarðar stendur til að hylja þær með jarðvegi vegna mikillar slysahættu.
Sbr. umsögn Minjastofunar Íslands þar sem m.a. kemur fram að í ljósi þess að byggingareitir eru innan gamla heimatúnsins og heimildir eru um bænhús og beinafundi nærri bænum þá er farið fram á framkvæmdaeftirlit fornleifafræðings þegar grafið verður fyrir lögnum og undirstöðum húsa.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna byggingarreiti. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Brúarland Deildardal - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.