Landbúnaðar- og innviðanefnd - 25
Málsnúmer 2504024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025
Fundargerð 25. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 29. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sólborg S. Borgarsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 25 Lögð fram endurskoðuð áætlun um refa og minkaveiði í Skagafirði fyrir árið 2025 ásamt yfirliti um veiðar síðustu ára. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir endurskoðaða áætlunina með tveimur atkvæðum. Niðurstaðan verður kynnt með veiðimönnum á fundi 30.4.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 25 Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa eftir nýjum aðilum meðal ráðinna veiðimanna til að bera ábyrgð á refa- og minkaveiði í Hegranesi frá og með 1. júní 2025. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2025.
Fráfarandi veiðimanni í Hegranesi, Þorsteini Ólafssyni, eru þökkuð vel unnin störf. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.