Fara í efni

Lóðarleigusamningar á Nöfum

Málsnúmer 2308167

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 113. fundur - 18.09.2024

Lóðarleigusamningar á Nöfum renna flestir út í lok árs 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að drög nýrra samninga og leggja fyrir byggðarráð.

Byggðarráð Skagafjarðar - 128. fundur - 08.01.2025

Undir þessum lið sat Arnór Hafstað lögfræðingur með fjarfundarbúnaði.

Arnór lagði fram drög að endurskoðuðum lóðarleigusamningum við leigutaka á ræktunarlóðum á Nöfunum. Fjöldi lóðaleigusamninga rann út núna síðastliðin áramót og vilji sveitarfélagsins er að kanna möguleika til þess að gera nýja samninga.

Byggðarráð samykkir samhljóða að senda bréf með áorðnum breytingum til lóðarhafa á Nöfum til að upplýsa þá um stöðu málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 129. fundur - 15.01.2025

Undir þessum dagskrárlið mætti Arnór Hafstað lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.

Arnór lagði fram drög að lóðaleigusamningum vegna ræktunarlanda á Nöfunum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða drög að lóðarleigusamningi með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025

Vísað frá 129. fundi byggðarráðs frá 15. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Undir þessum dagskrárlið mætti Arnór Hafstað lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað. Arnór lagði fram drög að lóðaleigusamningum vegna ræktunarlanda á Nöfunum. Byggðarráð samþykkir samhljóða drög að lóðarleigusamningi með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, framlögð drög að lóðarleigusamningi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 135. fundur - 26.02.2025

Málið var síðast á dagskrá 129. fundar byggðarráðs þann 15. janúar sl.

Leigusamningar fjölda samninga um lóðir á Nöfum á Sauðárkróki rann út síðastliðin áramót. Þeir leigutakar sem fyrir eru á lóðunum eiga samkvæmt skilmálum leigusamnings forleigurétt á þeim lóðum sem þeir hafa haft til leigu. Formlegt bréf var sent á leigutaka þess efnis að óskað var eftir viðbrögðum um hvort leigutakar hyggðust nýta sér forleiguréttinn. Búið er að taka saman yfirlit yfir þær lóðir sem skilað verður inn og þeim lóðum sem leigutakar hyggjast nýta forleigurétt sinn.

Byggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025

Í kjölfar þess að fjöldi lóðaleigusamninga vegna lóða á Nöfunum á Sauðárkróki rann út fyrir síðustu áramót sendi Skagafjörður bréf á alla leigutaka til að upplýsa um að samningar hefðu runnið út. Í því bréfi var óskað eftir upplýsingum um hvort leigutakar hyggðust nýta forleigurétt sinn á þeirri lóð sem viðkomandi hafði á leigu. Í bréfinu var jafnframt upplýst um að þeir sem ekki ætla sér að nýta forleiguréttinn skulu víkja af lóðinni og bæri þá leigutökum að fjarlægja eigur sínar af henni, krefjist sveitarfélagið þess.

Fyrir liggur að lóð 38 verður skilað til sveitarfélagsins. Á lóðinni standa mannvirki sem ekki eru skráð. Mannvirkin eru í mjög bágu standi og þyrfti að rífa.

Fyrir liggur að lóð 13 verður skilað inn. Leigutaki er látinn og forsvarsmenn dánarbúsins óska eftir formlegri ákvörðun um hvort staðið verði við þá ákvörðun að lóðin verði afhent sveitarfélaginu hrein eða hvort afhenda megi lóðina með þeim mannvirkjum sem á henni standa.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki kröfu á dánarbúið að láta rífa mannvirki af lóð 13 við afhendingu hennar til sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að ekki komi til greiðslu af hendi sveitarfélagsins fyrir þá muni eða mannvirki sem afhent verða með lóðinni.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að sjá til þess að mannvirki á lóð 38 verði rifin.