Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

167. fundur 28. apríl 2021 kl. 16:15 - 18:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir verkefnastjóri
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Dagný Huld Gunnarsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Hanna Dóra Björnsdóttir
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar véku af fundi undir lið 4.

1.Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar

Málsnúmer 2003223Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar um landsmót í október 2021. Landsmót þetta átti að halda hér á Sauðárkróki í október 2020 en var frestað vegna Covid. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins á sömu forsendum og í fyrra, þ.e. gistingu í Árskóla og aðstöðu í Íþróttahúsinu. Nefndin fjallaði um málið á fundi sínum þann 12. maí 2020 og tók þá jákvætt í erindið. Málið verður jafnframt kynnt á næsta fundi félags- og tómstundanefndar.

2.Forvarnir og viðbrögð við einelti í skólum Skagafjarðar

Málsnúmer 2104183Vakta málsnúmer

Óskað var eftir umræðum um forvarnir og eineltisáætlanir skólanna. Fræðslustjóri kynnti þær áætlanir sem unnið er eftir í grunnskólum Skagafjarðar.

3.Fyrirspurn um skólaakstur

Málsnúmer 2104218Vakta málsnúmer

Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs.

4.Trúnaðarbók fræðslunefndar 7

Málsnúmer 2104238Vakta málsnúmer

Eitt mál á dagskrá trúnaðarbókar. Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.