Fara í efni

Fyrirspurn um skólaakstur

Málsnúmer 2104218

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 28.04.2021

Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 965. fundur - 05.05.2021

Lögð fram bókun frá 166. fundi fræðslunefndar þann 28. apríl 2021 vegna fyrirspurnar um skólaakstur.
"Erindi frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur fulltrúi VG og óháðra um lok almenningssamgangna á Sauðárkróki í vor. Óskar hún að bókað verði eftirfarandi: Mikilvægt er að endurskoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki með tilliti til áframhalds og tímalengdar á hverjum vetri, með hag ungra grunnskólabarna að leiðarljósi í þeirri vinnu. Fræðslunefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að setja af stað vinnu við að skoða almenningssamgöngur á Sauðárkróki í samvinnu við fræðslunefnd.