Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

117. fundur 15. nóvember 2016 kl. 14:00 - 15:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Anna Jóna Guðmundsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri tónlistarskóla
  • Kristín Halla Bergsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Þorleifur Hólmsteinsson, ftr. Akrahrepps mætti í stað Sigríðar Garðarsdóttur.

1.Sumarleyfi leikskóla 2017

Málsnúmer 1611122Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga um að Tröllaborg verði lokuð frá 3. júlí til 8. ágúst og Birkilundur verði lokaður frá 10. júlí til 11. ágúst. Einnig er lögð fram tillaga um að leikskólanum Ársölum verði ekki lokað yfir sumartíma. Í lok janúar verða foreldrar að skila inn bindandi svari um hvenær börn þeirra taki 4 vikna sumarfrí. Tillagan samþykkt.

2.Gjaldskrár í leik-, grunn- og tónlistarskóla frá 1. janúar 2017 - tillaga fyrir nefnd

Málsnúmer 1611120Vakta málsnúmer

Lagt er til að fæðis- og dvalargjöld í leik- og grunnskóla og námsgjöld í tónlistarskóla hækki um 5.5% frá og með 1. janúar 2017. Hækkunin verður sem hér segir:Leikskóli dvalargjöld:Almennt gjald hækkar úr 2.822 krónum í 2.977 krónur á klukkustund. Sérgjald hækkar úr 1.976 í 2.085 krónur á klukkustund.Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 2.814 krónum í 2.969 krónur og hádegisverður hækkar úr 6.123 krónum í 6.460 krónur.Grunnskóli:Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 189 krónum í 199 krónur og hádegisverður hækkar úr 391 krónu í 413 krónur. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 509 krónum í 537 krónur.Tónlistarskóli:Mánaðargjald í Suzukideild og grunnnámi, hálfu námi, hækkar úr 5.379 kr. í 5.675 krónur og í fullu námi hækkar gjaldið úr 8.068 kr. í 8.512 krónur.Mið- og framhaldsnám hækkar úr 9.501 kr. í 10.024 krónur á mánuði.Hljófæragjald hækkar úr 11.178 kr. í 11.793 krónur.Reglur er að öðru leyti óbreyttar.Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.

3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2017 vinnugögn

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04, fræðslumál, fyrir árið 2017. Niðurstaða áætlunar er kr. 1.734.769.402 en útgefinn rammi gerði ráð fyrir 1.727.587.000. Mismunur 7.182.402. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Formaður f.h. nefndarinnar þakkar starfsmönnum fræðsluþjónustu fyrir þeirra miklu og góðu vinnu við gerð þessarar áætlunar.

Fundi slitið - kl. 15:15.