Fara í efni

Gjaldskrár í leik-, grunn- og tónlistarskóla frá 1. janúar 2017 - tillaga fyrir nefnd

Málsnúmer 1611120

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 117. fundur - 15.11.2016

Lagt er til að fæðis- og dvalargjöld í leik- og grunnskóla og námsgjöld í tónlistarskóla hækki um 5.5% frá og með 1. janúar 2017. Hækkunin verður sem hér segir:Leikskóli dvalargjöld:Almennt gjald hækkar úr 2.822 krónum í 2.977 krónur á klukkustund. Sérgjald hækkar úr 1.976 í 2.085 krónur á klukkustund.Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 2.814 krónum í 2.969 krónur og hádegisverður hækkar úr 6.123 krónum í 6.460 krónur.Grunnskóli:Morgun- og síðdegishressing hækkar úr 189 krónum í 199 krónur og hádegisverður hækkar úr 391 krónu í 413 krónur. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 509 krónum í 537 krónur.Tónlistarskóli:Mánaðargjald í Suzukideild og grunnnámi, hálfu námi, hækkar úr 5.379 kr. í 5.675 krónur og í fullu námi hækkar gjaldið úr 8.068 kr. í 8.512 krónur.Mið- og framhaldsnám hækkar úr 9.501 kr. í 10.024 krónur á mánuði.Hljófæragjald hækkar úr 11.178 kr. í 11.793 krónur.Reglur er að öðru leyti óbreyttar.Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.