Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

24. fundur 06. júní 2024 kl. 15:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Anna Lilja Guðmundsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Samvera fjölskyldunnar

Málsnúmer 2405686Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá SAMAN ? hópnum þar sem sveitarfélög eru hvött til að huga vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga. Auk þess er óskað eftir aðstoð við að dreifa skilaboðum hópsins á samfélagsmiðlum.
Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar framtakinu og beinir því til starfsmanna nefndarinnar að koma skilaboðum SAMAN - hópsins á framfæri.

2.Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2404053Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður Skagafjarðar úr frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga, sem tilkynnt var um þann 25. mars sl. Fram kemur að athugun á vefsíðunni fór fram í apríl 2024. Við framkvæmd athugunarinnar var farið yfir upplýsingagjöf á vefsíðu Skagafjarðar til fatlaðs fólks sem könnuð var út frá skilgreindum þjónustuþáttum sem kveðið er á um í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem og lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Heilt yfir er upplýsingagjöf samkvæmt lögum, bent er á nokkra þætti sem bæta má úr, út frá niðurstöðum úttektarinnar.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum atkvæðum að beina því til framkvæmdaráðs að fylgja eftir niðurstöðum úr athugun og gera úrbætur þar sem við á.

3.Fundir félagsmála- og tómstundanefndar á haustönn 2024

Málsnúmer 2405649Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haust 2024, sem eru eftirfarandi: 29. ágúst, 26. september, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.

4.Fagráð í málefnum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir fagráðs málefna fatlaðs fólks frá apríl og maí sl. nr. 20, 21 og 22.

5.Barnavernarþjónusta Mið - Norðurlands fundargerðir faghóps

Málsnúmer 2301093Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónstu Mið - Norðurlands frá maí og júní sl. nr. 50 og 51.

6.Umsóknir um framlag til NPA samninga 2024

Málsnúmer 2406005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 31. maí 2024, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um endurnýjun á 25% framlagi ríkisins í heildarsamninga NPA vegna ársins 2024. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Fram kemur í bréfinu að unnið er að nýrri reglugerð um NPA og verður hún kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni. Einnig er athygli vakin á því að samkvæmt bráðabirgðaákvæði I í lögum nr. 38/2018 lýkur innleiðingartímabili NPA í lok ársins 2024 og telst 25% hlutur ríkisins í heildarkostnaði allt að 172 samninga fullfjármagnaður með samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað var í desember 2023.

7.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 02

Málsnúmer 2406043Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 06

Málsnúmer 2406045Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagt fram til kynningar.

9.Sumarafleysingar 2024

Málsnúmer 2404205Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð félagsþjónustu dags. 31. maí sl. þar sem fram kemur lítil breyting frá fyrri kynningu varðandi ráðningar í sumar. Starfsmenn félagsmála- og tómstundanefndar hafa unnið tillögur að viðbragðsáætlun fyrir sumarið frá 1. júní til 30. september út frá minnisblaði félagsmálastjóra. Horft er til þess að tryggja öryggi í þjónustu og hvata fyrir starfsmenn. Haldið verður áfram að auglýsa eftir sumarstarfsfólki.

10.Reglur vegna útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmanahalds. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 15:45.