Fara í efni

Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2404053

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 22. fundur - 24.04.2024

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga sbr. 32. gr. laga nr. 38/2018.

Frumkvæðisathugunin nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun GEV fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaga. Ekki verður kallað eftir öðrum upplýsingum eða gögnum frá sveitarfélögum. Sveitarfélög munu að lokinni athugun á sinni vefsíðu fá sendar niðurstöður athugunarinnar fyrir sitt sveitarfélag. Þegar lokið hefur verið við athugun á vefsíðum allra sveitarfélaga verða helstu niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar dregnar saman og gefnar út í skýrslu sem mun birtast á vefsíðu GEV í samræmi við 4. gr. laga um GEV. Áætlað er að öll sveitarfélög hafi fengið sínar niðurstöður og að skýrsla verði birt fyrir lok árs 2024.