Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

156. fundur 02. mars 2010 kl. 14:00 - 14:00 í Húsi frítímans
Fundargerð ritaði: Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri og María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá

1.úthlutun styrkja 2010

Málsnúmer 1002243Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu stjórnar UMSS um úthlutun styrkja að upphæð 10.000.000 króna til íþróttahreyfingarinnar á árinu 2010 af gjaldalið 06890-09925. Helmingi upphæðarinnar er skipt núna og síðari helmingi eftir nánari útlistun stjórnar UMSS.

Greitt verður út mánaðarlega, í fyrsta sinn frá 1.janúar 2010.

UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 2.972.100.-

UMF Neisti, rekstrarstyrkur 330.000,-

UMF Smári, rekstrarstyrkur 430.650,-

UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 99.000,-.

Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 262.350,-.

Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 173.250,-

Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 118.800,-

Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 113.850,-

2.Styrkir úr mótvægissjóði velferðarvaktarinnar

Málsnúmer 1002032Vakta málsnúmer

Auglýsing frá félags-og tryggingamálaráðuneyti um styrki kynnt fyrir félags-og tómstundanefnd.

3.V.I.T. 2010

Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer

Frístundstjóri kynnir umsókn Frístundasviðs í mótvægissjóð velferðarvaktarinnar fyrir verkefnið: Vinna - íþróttir - tómstundir 16-18 ára ungmenna í sumar. Einnig kynnt styrkumsókn fyrir sama verkefni í Forvarnasjóð. Félags-og tómstundanefnd styður verkefnið og umsóknina og vísar málinu til Byggðaráðs.

4.Vélhjólaklúbbur: styrkbeiðni til greiðslu fasteignagjalda

Málsnúmer 1002018Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita Vélahjólaklúbbnum sambærilegan rekstrarstyrk til að mæta fasteignagjöldum líkt og önnur íþróttafélög fá.

5.Íþróttavakning framhaldsskóla 2010 - frítt í sund

Málsnúmer 1002061Vakta málsnúmer

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um árlega íþróttavakningu framhaldsskólanna. Tilgangur hennar er að fá sem flesta framhaldsskólanemendur til að taka þátt í almennri hreyfingu. Óskað er eftir því að nemendur sem eru orðnir 18 ára frá einnig frítt í sund þessa viku. Málið kynnt fyrir nefndinni sem samþykkir erindið.

6.Umsókn um styrk í sundlaug

Málsnúmer 0909081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Alexöndru Chernchova um að sveitarfélagið veiti börnum og unglingum sem sækja International choir festival á Hofsósi í sumar frían aðgang að sundlauginni á Hofsósi. Ekki er um útlagðan kostnað að ræða.

Erindið samþykkt.

7.Endurnýjaðir aksturssamningar vegna heimsendingar matar

Málsnúmer 1002136Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga og Júlíus R Þórðarsonar um heimsendingu matar. Heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna samningsins er kr. 1.442.952.-Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun.

Samþykkt og vísað til Byggðarráðs til staðfestingar.

8.Aksturssamningur vegna dagvistar aldraðra

Málsnúmer 1002137Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Dagvistar aldraðra og Júlíusar R Þórðarsonar um akstursþjónustu. Kostnaður vegna aksturs er kr. 5.387,- opnunardaga dagvistar. Greiðsla fyrir akstur utan Sauðárkróks er kr. 88,8 kr km. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun.

Samþykkt og vísað til Byggðarráðs til staðfestingar.

9.Viðbrögð við kynferðislegri áreingi og einelti á vinnustöðum sveitarfélagsins

Málsnúmer 1002247Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verklagsreglum um viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum svoetarfélagsins, sbr. ákvæði í jafnréttisáætlun.

Nefndin ákveður að leita umsagnar allra sviðsstjóra sveitarfélagsins á drögunum fyrir næsta fund.

10.Sumarlokun 2010 Dagvist alraðra

Málsnúmer 1003001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf félagsmálastjóra til HS. Sumarlokanir eru með sama hætti og í fyrra.

Fundi slitið - kl. 14:00.