Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

185. fundur 11. maí 2012 kl. 08:15 - 10:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður
  • Bjarki Tryggvason varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason ritari
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
  • Ótthar Edvardsson Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Gunnar M Sandholt félagsmálasjóri María Björk Ingvadóttir frístundastjóri
Dagskrá
Ótthar og María Björk tóku þátt í umfjöllun dagskrárliða 1 - 6 og véku þá af fundi. Gunnar tók þátt í dagskrárliðum 7 - 11.

1.Samningur um rekstur golfvallar Hlíðarenda

Málsnúmer 1205026Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir samning milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins um þátttöku í almennum rekstri klúbbsins á golfvellinum að Hlíðarenda árið 2012, sem byggður er á fyrri samningum og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Félags-og tómstundanefnd samþykkir heildarupphæð samningsins, sem nemur 2,8 milljónum króna.

2.Samningur um slátt á íþróttavelli 2012

Málsnúmer 1205025Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir tillögu að þjónustusamningi milli stjórnar Golfklúbbs Sauðárkróks um slátt á íþróttaleikvanginum á Sauðárkróki sumarið 2012. Kostnaður við slátt nemur 1.386.000 . Nefndin samþykkir framlagðan samning en hann er 11% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og er sú hækkun tilkomin vegna aukins kostnaðar við rekstur sláttuvélar GSS. Stjórn golfklúbbsins hefur komið þeim ábendingum á framfæri við Frístundastjóra að klúbburinn telji sig ekki geta sinnt þessum slætti áfram án hærri greiðslu sveitarfélagsins. Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að leita allra leiða til að lækka annan rekstrarkostnað íþróttavallarins svo aukin útgjöld vegna sláttarins rúmist innan fjárhagsramma hans.

3.Samningur um skíðasvæði 2012

Málsnúmer 1204166Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindastóli milli Sveitarfélagsins og skíðadeildar UMF. Tindastóls. Þar skuldbindur sveitarfélagið sig til að greiða skíðadeild 8.000.000.- króna til uppbyggingar á skíðasvæðinu í ár, auk 2.000.000.-króna í rekstrarstyrk. Þá leggur sveitarfélagið til starfsmann í 8 mánuði á árinu og að greiða viðhald á troðara allt að 1,5 milljón króna. Skíðadeild skuldbindur sig til að annast rekstur skíðasvæðisins til ársloka 2012. Félags-og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar ársins.

4.Ósk um lengri afgreiðslutíma sundlaugar Hofsóss

Málsnúmer 1204203Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir bréf frá nokkrum gestum sundlaugarinnar á Hofsósi sem óska eftir að afgreiðslutími laugarinnar verði lengdur enn frekar en fjárhagáætlun gerir ráð fyrir. Frístundastjóri leggur til að sundlaugin verði opin í sumar, frá 1. maí - 31.ágúst, alla daga frá klukkan 9 - 21 og látið reyna á að rýmri opnun, meiri markaðssetning og kynning á lauginni muni skila henni enn meiri tekjum sem réttlæti lengri afgreiðslutíma. Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillöguna. Ákveðið er að fara yfir árangur þessa markaðsátaks og áhrif á fjárhagsáætlun að loknu sumri.

5.Leiga á íþróttahúsi fyrir sjómannadagshátíðarhöld

Málsnúmer 1205051Vakta málsnúmer

Ingi Björgvin Kristjánsson sækir um f.h. Sjávarasælu að taka íþróttahúsið á Sauðárkróki á leigu fyrir sjómannadagshátíðarhöld, 2. júní n.k. Félags-og tómstundanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en minnir á að í gildi er samþykkt sveitarstjórnar frá ársbyrjun 2008 um að íþróttahúsið sé ekki leigt út undir skemmtanir sem eru fámennari en 400 manns. Þessar reglur byggja á samkeppnissjónarmiðum.

6.Öryggisráðstafanir vegna starfsemi Sumar tíms í íþróttahúsi í sumar

Málsnúmer 1204047Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnir áform um öryggisráðstafanir vegna starfsemi Sumar T.Í.M. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í sumar, og eru tilkomin vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda við íþróttahús og Árskóla. Fela þau m.a. í sér strangari reglur um aðkomu bíla að íþróttahúsinu og að foreldrum verði kynntar þær reglur. Einnig að fundað verði með verktökum þannig að allir leggist á eitt um að tryggja öryggi barna í og við þessar byggingar í sumar.

7.Jafnréttisáætlun 2012-14 kynning

Málsnúmer 1205002Vakta málsnúmer

Útprentuð áætlunin lögð fram. Ákveðið að dreifa áætluninni á vinnustöðum sveitarfélagsins, sérstaklega í elstu bekkjum grunnskólanna og í FNV og á helstu samstarfsstofnunum, biðstofum, bókasöfnum og þar sem fólk safnast saman. Farið yfir framkvæmdaliði og tímasetningar. Formanni og félagsmálsatjóra falið að fylgja málinu eftir í ljósi umræðna á fundinum.

8.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir framkvæmd nýrra reglna og kynnir bréf sem leigjendum hafa verið send. Jafnframt dæmi um hvernig reglurnar virka í einstökum tilvikum.

9.Matsblað með húsnæðisumsókn

Málsnúmer 1205076Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuði matsblaði sem notað er við forgangsröðun umsókna og til grundavallar mati á þörf umsækjenda fyrir félagslegt leiguhúsnæði, sbr 6. grein reglna um húsnæðismál. Tillagan samþykkt.

10.Rekstrarstaða félagsþjónustu jan - apríl 2012

Málsnúmer 1205086Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir rekstrarstöðu félagsmálalið fyrir fjóra mánuði ársins.

11.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Samþykktar 4 umsóknir í fjórum málum, ein umsókn samþykkt að hluta og einni umsókn synjað.

Fundi slitið - kl. 10:10.