Fara í efni

Ósk um lengri afgreiðslutíma sundlaugar Hofsóss

Málsnúmer 1204203

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 11.05.2012

Frístundastjóri kynnir bréf frá nokkrum gestum sundlaugarinnar á Hofsósi sem óska eftir að afgreiðslutími laugarinnar verði lengdur enn frekar en fjárhagáætlun gerir ráð fyrir. Frístundastjóri leggur til að sundlaugin verði opin í sumar, frá 1. maí - 31.ágúst, alla daga frá klukkan 9 - 21 og látið reyna á að rýmri opnun, meiri markaðssetning og kynning á lauginni muni skila henni enn meiri tekjum sem réttlæti lengri afgreiðslutíma. Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillöguna. Ákveðið er að fara yfir árangur þessa markaðsátaks og áhrif á fjárhagsáætlun að loknu sumri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 185. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.