Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki

6. fundur 02. júlí 2025 kl. 13:37 - 13:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Endurtilnefning í matsnefnd fyrir byggingu nýs menningarhúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 2506222Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur setið sem formaður í matsnefnd á tillögum um nýtt menningarhús á Sauðárkróki. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Guðlaugi Skúlasyni sem formanni matsnefndar um nýtt menningarhús á Sauðárkróki.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

Formaður ber upp tillögu um að varamenn í byggðarráði verði einnig varamenn fulltrúa í matsnefnd.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

Fundi slitið - kl. 13:47.