Fara í efni

Endurtilnefning í matsnefnd fyrir byggingu nýs menningarhúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 2506222

Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 6. fundur - 02.07.2025

Gísli Sigurðsson hefur setið sem formaður í matsnefnd á tillögum um nýtt menningarhús á Sauðárkróki. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Guðlaugi Skúlasyni sem formanni matsnefndar um nýtt menningarhús á Sauðárkróki.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

Formaður ber upp tillögu um að varamenn í byggðarráði verði einnig varamenn fulltrúa í matsnefnd.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.