Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

753. fundur 25. ágúst 2016 kl. 09:00 - 09:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um kaup á Laugavegi 15, fnr: 221-8388

Málsnúmer 1608155Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2016 frá Sigrúnu Guðlaugsdóttur, kt. 240161-3549, núverandi leigjanda fasteignarinnar Laugavegur 15 e.h., fastanúmer 221-8388, þar sem hún leggur fram tilboð og óskar eftir að fá fasteignina keypta.
Byggðarráð samþykkir að gera Sigrúnu gagntilboð.

2.Birkihlíð 2 - umsagnarbeiðni v/ rekstrarleyfis

Málsnúmer 1608114Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. ágúst 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1608147. Óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Ólafar Skaptadóttur, kt. 291182-3729, Birkihlíð 2, 550 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki I - heimagisting, 1 herbergi á neðri hæð að Birkihlíð 2, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Helluland - umsagnarbeiðni v/ rekstrarleyfis

Málsnúmer 1608150Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1608182. Óskað er umsagnar um umsókn Andrésar Geirs Magnússonar, kt. 250572-489, Hellulandi, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki I á heimili sínu. Fjöldi gesta 10 manns.
Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 1607141Vakta málsnúmer

Haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta að tillögu að eigandastefnu fyrir þjóðlendur. Tilgangur með setningu þessarar eigandastefnu er að skýra hlutverk forsætisráðherra skv. II. kafla þjóðlendulaga og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við rækslu þess. Ætlunin er að stefnan nýtist ráðherra og starfsfólki forsætisráðuneytis sem að þjóðlendumálum kemur, auk þess sem stefnan skýrir stöðu þjóðlendumála fyrir öðrum, s.s. fulltrúum sveitarfélaga sem hafa hlutverki að gegna skv. þjóðlendulögum. Lögð fram tillaga forsætisráðuneytis að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir berist ráðuneytinu fyrir 1. september 2016.
Unnið er að drögum til að senda ráðuneytinu og verða þau lögð fyrir næsta byggðarráðsfund.

5.Reiðvegamál í Skagafirði

Málsnúmer 1608092Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 15. ágúst 2016 frá Ágústi Jónssyni, Ytra-Skörðugili III og Gísla Árnasyni, Sauðárkróki varðandi reiðvegamál í Skagafirði.
Byggðarráð þakkar bréfriturum góðar ábendingar og vill koma á framfæri að nú er í gildi fimm ára samningur á milli sveitarafélagsins og Hestamannafélagsins Skagfirðings um uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði sbr. samþykkt á máli nr. 1507112 á 116. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 27. nóvember 2015.

6.Hamraborg 146384 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1608154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 18. ágúst 2016 um aðilaskipti á jörðinni Hamraborg, landnúmer 146384. Seljandi er Hannes Þorbjörn Friðriksson. Kaupendur eru Róar Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir.

7.Þorljótsstaðaruna 146253 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1608106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 15. ágúst 2016 um aðilaskipti á jörðinni Þorljótsstaðaruna, landnúmer 146253. Seljandi er Hömlur 1 ehf. Kaupendur eru Nína Magnúsdóttir og Christoph Jules Buchel.

Fundi slitið - kl. 09:50.