Fara í efni

Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur

Málsnúmer 1607141

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 753. fundur - 25.08.2016

Haustið 2015 var komið á fót vinnuhópi í forsætisráðuneytinu til að móta að tillögu að eigandastefnu fyrir þjóðlendur. Tilgangur með setningu þessarar eigandastefnu er að skýra hlutverk forsætisráðherra skv. II. kafla þjóðlendulaga og þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við rækslu þess. Ætlunin er að stefnan nýtist ráðherra og starfsfólki forsætisráðuneytis sem að þjóðlendumálum kemur, auk þess sem stefnan skýrir stöðu þjóðlendumála fyrir öðrum, s.s. fulltrúum sveitarfélaga sem hafa hlutverki að gegna skv. þjóðlendulögum. Lögð fram tillaga forsætisráðuneytis að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir berist ráðuneytinu fyrir 1. september 2016.
Unnið er að drögum til að senda ráðuneytinu og verða þau lögð fyrir næsta byggðarráðsfund.