Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

66. fundur 18. október 2023 kl. 14:00 - 17:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sorpþjónusta í Skagafirði

Málsnúmer 2310173Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins ehf., Jón Frantzson og Friðrik Auðunn Jónsson til viðræðu um framkvæmd og þjónustu vegna verksamnings um sorphirðu fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason og Hildur Þóra Magnúsdóttir sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Valur Valsson verkefnisstjóri sat fundinn að auki undir þessum dagskrárlið.

2.Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2308163Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2024-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal varðandi þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Byggðarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

4.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2309076Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars breytingar á efnahagsreikningi og sjóðstreymi fjárhagsáætlunarinnar, sem eru að mestu leiti tilkomnar vegna uppfærslu efnahags í áætluninni, með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2022. Einnig er gerður viðauki vegna uppreiknings á langtímaskuldum og -kröfum sem taka mið af verðlagsþróun ársins 2023. Skatttekjur eru hækkaðar með tilliti til rauntalna fyrstu átta mánuði ársins. Gerð er breyting á launaliðum áætlunarinnar í samræmi við nýja kjarasamninga gerða á árinu. Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar á gjaldahlið áætlunarinnar sem og tekjuhlið. Framkvæmdaáætlun er breytt á þann veg að fé er flutt á milli framkvæmdaverkefna. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir sölu fasteigna. Viðaukinn hefur áhrif á rekstur ársins 2023 sem nemur 166.968 þkr. til gjalda. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Skagafirði 2023-2026

Málsnúmer 2309073Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun frá 16. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 28. september 2023: "Samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði sem fyrirhugað er að skrifa undir þann 2. október nk. lagður fram til kynningar. Samningurinn gildir til loka september 2026.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði."
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

6.Ósk um fund

Málsnúmer 2211242Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 62. og 63. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf dagsett 17. september 2023 frá skíðadeild UMF Tindastóls varðandi skíðasvæðið í Tindastóli. Með bréfi þessu er óskað eftir samtali og samstarfi við sveitarfélögin á Norðurlandi vestra um aðkomu að rekstrarstuðningi við svæðið. Lögð fram viðhaldsáætlun tækja á skíðasvæðinu veturinn 2023-2024.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því forsvarsmenn deildarinnar komi á fund byggðarráðs til viðræðu.

7.Kvennaverkfall 24. október 2023

Málsnúmer 2310157Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu þar sem kynnt er ætlun aðstandenda Kvennaverkfallsins 2023 að boða til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023. Þar eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launaða og ólaunaða vinnu allan daginn eins og konur gerðu þegar fyrst var boðað til Kvennafrís árið 1975.
Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu.
Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.

8.Ársreikningur Skagafjarðar 2022 - bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310172Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2022. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið
eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar
forsendur sveitarfélagsins til að ná tilgreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.

9.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2023

Málsnúmer 2310177Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins nemi 1.678.000 kr. á árinu 2023.

10.Hlín Guesthouse ehf - Umsagnarbeiðni um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 2310178Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. október 2023 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 2023-056807. Óskað er eftir umsögn um umsókn frá Hlín Guesthouse ehf. um breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Breyting á fyrra leyfi úr flokki III Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum í flokk IV Gististaður með áfengisveitingum.
Byggðarráð samþykkir að breytingin verði heimiluð.

11.Fjárhagsupplýsingar 2023

Málsnúmer 2309015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - ágúst 2023.

12.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 2310135Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2024.

13.Könnun á stöðu sveitarfélags árið 2023 til að gera hættumat og viðbragðsáætlun

Málsnúmer 2310154Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 5. október 2023 frá ríkislögreglustjóra varðandi könnun á stöðu sveitarfélags árið 2023 til að gera hættumat og viðbragðsáætlun.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu Svavars Atla Birgissonar slökkviliðsstjóra.

14.Samstarfsfundir Hafnasambands Ísl. og Fiskistofu

Málsnúmer 2310118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. október 2023 frá Hafnasambandi Íslands varðandi samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu.

Fundi slitið - kl. 17:19.