Sorpþjónusta í Skagafirði
Málsnúmer 2310173
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 66. fundur - 18.10.2023
Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins ehf., Jón Frantzson og Friðrik Auðunn Jónsson til viðræðu um framkvæmd og þjónustu vegna verksamnings um sorphirðu fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Guðlaugur Skúlason og Hildur Þóra Magnúsdóttir sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Valur Valsson verkefnisstjóri sat fundinn að auki undir þessum dagskrárlið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19. fundur - 23.01.2025
Til kynningar útkoma sorphirðu 2024
Fyrir liggja tölur um heildar urðun úrgangs frá Skagafirði árið 2024. Í heildina vex það magn sem fer til urðunnar frá Skagafirði um 20% frá árinu 2023. Skýrist það fyrst og fremst af auknu magni til urðunnar frá byggingarstarfsemi (niðurrifs byggingarefni), og auknu magni af blönduðum úrgangi frá fyrirtækjum. Sé eingöngu horft á tölur um blandaðan úrgang frá heimilum þá minnkar hann áfram eða um 14% milli áranna 2023 og 2024, en sé tekið mið af árinu 2022 þá er samdrátturinn orðinn 36% á tveimur árum. Hlutfall af pappa og plasti frá heimilum er nokkuð svipað milli áranna 2023 og 2024 þannig að minnkað magn til urðunnar skýrist þá af annarri flokkun og breytingum á umgengni fólks um það sem sent er til urðunnar.
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar þessari jákvæðu þróun í minnkuðu magni af úrgangi til urðunnar frá heimilum og skorar á íbúa sveitarfélagsins að halda áfram á sömu braut. En um leið má draga þá ályktun af heildar talnasafninu að fyrirtæki héraðsins geti gert betur í flokkun þó svo að þar hafi einnig orðið samdráttur ef horft er á þróunina yfir lengri tíma. Landbúnaðar og innviðanefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að áfram verði unnið að greiningum á gögnunum með það að markmiði að hagræða megi í málaflokknum en stuðla um leið að ennþá meiri flokkun og nýtingu þess úrgangs sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum.
Fyrir liggja tölur um heildar urðun úrgangs frá Skagafirði árið 2024. Í heildina vex það magn sem fer til urðunnar frá Skagafirði um 20% frá árinu 2023. Skýrist það fyrst og fremst af auknu magni til urðunnar frá byggingarstarfsemi (niðurrifs byggingarefni), og auknu magni af blönduðum úrgangi frá fyrirtækjum. Sé eingöngu horft á tölur um blandaðan úrgang frá heimilum þá minnkar hann áfram eða um 14% milli áranna 2023 og 2024, en sé tekið mið af árinu 2022 þá er samdrátturinn orðinn 36% á tveimur árum. Hlutfall af pappa og plasti frá heimilum er nokkuð svipað milli áranna 2023 og 2024 þannig að minnkað magn til urðunnar skýrist þá af annarri flokkun og breytingum á umgengni fólks um það sem sent er til urðunnar.
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar þessari jákvæðu þróun í minnkuðu magni af úrgangi til urðunnar frá heimilum og skorar á íbúa sveitarfélagsins að halda áfram á sömu braut. En um leið má draga þá ályktun af heildar talnasafninu að fyrirtæki héraðsins geti gert betur í flokkun þó svo að þar hafi einnig orðið samdráttur ef horft er á þróunina yfir lengri tíma. Landbúnaðar og innviðanefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að áfram verði unnið að greiningum á gögnunum með það að markmiði að hagræða megi í málaflokknum en stuðla um leið að ennþá meiri flokkun og nýtingu þess úrgangs sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum.