Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

45. fundur 19. febrúar 2009 kl. 13:00 - 14:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Hugmynd um Sútunarsetur - kynning

Málsnúmer 0902061Vakta málsnúmer

Sigríður Káradóttir frá Sjávarleðri kom til fundarins og kynnti hugmyndir um Sútunarsetur á Sauðárkróki.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra að aðstoða við gerð áætlana og annars undirbúnings.

2.Dýrakotsnammi, umsókn um styrk

Málsnúmer 0902042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Dýrakotsnammi þar sem óskað er eftir ábyrgðum eða öðrum stuðningi við uppbyggingu fyrirtækisins. Sveitarfélagið hefur ekki heimildir til að gangast í ábyrgðir fyrir einkafyrirtæki. Nefndin tekur vel í hugmyndir sem kynntar eru í erindinu og felur sviðsstjóra að ræða nánar við forsvarsmenn fyrirtækisins.

3.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn

Málsnúmer 0901081Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem sveitarfélagið er hvatt til að styrkja sjóðinn.
Nefndin tekur vel í erindið ekki síst í ljósi mikilvægis þess að draga úr mögulegu atvinnuleysi meðal skagfirskra háskólanema.
Sviðsstjóra falið að ræða nánar við forsvarmenn sjóðsins og koma aftur með málið inn á næsta fund.

4.Atvinnulífsþing í Skagafirði

Málsnúmer 0901008Vakta málsnúmer

Rætt um undirbúning Atvinnulífsþings sem stefnt er að því að halda á Sauðárkróki.

5.ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf

Málsnúmer 0805037Vakta málsnúmer

Rætt um framhald samstarfs milli sveitarfélagsins og ORF líftækni.

6.Hýruspor Félag um hestatengda þjónusta á Norðurlandi vestra - kynning

Málsnúmer 0902056Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á samtökum um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra, sem hlotið hafa nafnið Hýruspor.

7.Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð upplýsingar um rekstur 2007 og 2008

Málsnúmer 0902060Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð á árunum 2007 og 2008.

8.Ósk um viðræður vegna rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð

Málsnúmer 0902055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gestagangi ehf. í Varmahlíð þar sem óskað er eftir viðræðum um þá hugmynd Gestagangs að fyrirtækið taki að sér rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Hugmyndin tengist umsókn fyrirtækisins til sveitarfélagsins þar sem það sækist eftir því að taka að sér rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við um umsækjenda.

Fundi slitið - kl. 14:45.