Fara í efni

ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf

Málsnúmer 0805037

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 37. fundur - 22.04.2008

Orf ? Líftækni. Rætt um tilboð Stratégro Internationl LLC vegna markaðs- og hagkvæmnirannsókna fyrir sameindaræktun á próteinum. Verkefnið er m.a. að finna út hvaða prótein eru vænlegust til framleiðslu. Verkefnið er hluti þess að kanna til hlýtar kosti og galla þess að hefja slíka ræktun í Skagafirði. Samþykkt að taka þátt í kostnaði við verkefnið þar sem sjóður Skagafjarðarhraðlestarinnar greiði 7.000 USD í verkefnið og Atvinnu- og ferðamálanefnd 16.000 USD sem færist af lið 13090.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008

Afgreiðsla atvinnu- og ferðamálanefndar frá 22.04.2008 staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 40. fundur - 21.08.2008

Rætt um framhald á samstarfi við ORF líftækni og um drög að niðurstöðum markaðsrannsókna við verkefnið sem unnin voru af erlendu markaðsfyrirtæki.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 45. fundur - 19.02.2009

Rætt um framhald samstarfs milli sveitarfélagsins og ORF líftækni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Lagt fram á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09.