Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Dagskrá
Róbert Smári Gunnarsson og Hrefna Jóhannesdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Hofsós heim - Bæjarhátíð 2025
Málsnúmer 2504101Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá stjórn Byggjum upp Hofsós og nágrennis, dagsett 10.04.2025 vegna bæjarhátíðarinnar Hofsós heim sem haldin verður 20. - 22. júní 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja hátíðina um 300.000 kr. Tekið af lið 05710.
2.Fundir atvinnu- menningar- og kynningarnefndar 2025
Málsnúmer 2504166Vakta málsnúmer
Tekin umræða um fundarplan atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar næstu misseri. Ákveðið að nefndin hittist þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram að áramótum, að júlímánuði undanskildum, þar sem nefndin gerir ráð fyrir að halda sumarfrí.Samþykkt samhljóða.
Áhugasömum er bent á að fundarplan fastanefnda liggur fyrir á heimasíðu Skagafjarðar.
https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/sveitarstjorn/fundaplan-fastanefnda
Áhugasömum er bent á að fundarplan fastanefnda liggur fyrir á heimasíðu Skagafjarðar.
https://www.skagafjordur.is/is/stjornsysla/stjornskipulag/sveitarstjorn/fundaplan-fastanefnda
3.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025
Málsnúmer 2503342Vakta málsnúmer
Róbert Smári Gunnarsson vék af fundinum við afgreiðslu þessa máls.
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2025 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í tíunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025. Sigurður Hansen hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2015 fyrir framlag til kynningar og sögu arfleifðar Sturlungaaldar, auk þess hefur hann auðgað menningarlíf í Skagafirði með ljóðum sínum um áratugaskeið. María Guðmundsdóttir er einstaklega listfengin og rekur handverks- og antíkverslun. Þau hjónin eru búin að byggja upp einstaklega flotta aðstöðu og sýningu í Kakalaskála og vinna ötullega að alls konar verkefnum svo sem að setja upp grjóther á Hauganesi, sýningu fjórtán alþjóðlegra listamanna sem sköpuðu margbrotin verk um sögu Sturlunga svo fátt eitt sé nefnt. Enn standa þau hjónin fyrir menningarviðburðum og eru óhrædd við að prófa nýjungar í viðburðahaldi sínu.
Það er því vel við hæfi að hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og er þeim þakkað opinberlega fyrir þeirra óeigingjarna framlag til samfélagsins í Skagafirði.
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2025 verða Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í tíunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir einum rómi að hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2025. Sigurður Hansen hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2015 fyrir framlag til kynningar og sögu arfleifðar Sturlungaaldar, auk þess hefur hann auðgað menningarlíf í Skagafirði með ljóðum sínum um áratugaskeið. María Guðmundsdóttir er einstaklega listfengin og rekur handverks- og antíkverslun. Þau hjónin eru búin að byggja upp einstaklega flotta aðstöðu og sýningu í Kakalaskála og vinna ötullega að alls konar verkefnum svo sem að setja upp grjóther á Hauganesi, sýningu fjórtán alþjóðlegra listamanna sem sköpuðu margbrotin verk um sögu Sturlunga svo fátt eitt sé nefnt. Enn standa þau hjónin fyrir menningarviðburðum og eru óhrædd við að prófa nýjungar í viðburðahaldi sínu.
Það er því vel við hæfi að hjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og er þeim þakkað opinberlega fyrir þeirra óeigingjarna framlag til samfélagsins í Skagafirði.
4.Listaverk á Norðurstrandarleið
Málsnúmer 2401143Vakta málsnúmer
Síðasta sumar fékk Skagafjörður að gjöf listaverk eftir úkraínska listamenn í tengslum við verkefnið um Norðurstrandaleið. Listaverkinu var komið fyrir á túninu fyrir framan Kjarnan á Sauðárkróki. Listaverkið var tekið inn í vor og hefur verið steyptur undir verkið stöpull svo það sómi sér betur. Skort hefur upplýsingar um verkið og telur nefndin að setja mætti saman upplýsingar um verkið og koma fyrir á stöplinum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að koma verkinu fyrir við endann á sjóvörninni við Strandveginn á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir einnig samhljóða að fela starfsmönnum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar að koma með tillögu að texta á skilti á stöpulinn.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að koma verkinu fyrir við endann á sjóvörninni við Strandveginn á Sauðárkróki.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir einnig samhljóða að fela starfsmönnum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar að koma með tillögu að texta á skilti á stöpulinn.
5.Þjónustukönnun Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 2502115Vakta málsnúmer
Farið var betur yfir innkomnar tillögur sem bárust með þjónustukönnun bókasafnsins. Umræður teknar á fundinum. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna áfram úr tillögunum og bera upp fyrir næsta fund.
6.Sæluvika Skagfirðinga 2025
Málsnúmer 2502075Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar dagskrá Sæluviku 2025.
Fundi slitið - kl. 17:26.