Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

41. fundur 31. mars 2017 kl. 15:00 - 17:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga 2016

Málsnúmer 1703374Vakta málsnúmer

Til fundar kom Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga og kynnti ársskýrslu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016 og starfsemi safnsins. Rætt var um mögulega framtíðarskipan húsa og muna safnsins. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum safnsins fyrir gott starf sem birtist í formi Íslensku safnaverðlaunanna 2016. Óskar nefndin starfsmönnum og Skagfirðingum öllum til hamingju með þann heiður.

2.Samningur um umsjón með Víðimýrarkirkju

Málsnúmer 1703362Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um umsjón með Víðimýrarkirkju.

3.Hugmyndir um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1701315Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

4.Breytingar á skipulagi innan Safnahúss Skagfirðinga

Málsnúmer 1702165Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði þar sem óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að breyta tilhögun vinnu- og varðveislurýmis safnsins. Áformin samþykkt enda rúmast þau innan fjárhagsramma Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.

5.Arctic Circle Route

Málsnúmer 1601156Vakta málsnúmer

Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið Arctic Coast Way, áfangaskýrslu, framgang þess og næstu skref. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í stýrihópnum og vonar að verkefnið fái brautargengi áfram.

6.Rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði

Málsnúmer 1609232Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Álfakletts ehf. um rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2017 til ársloka 2026.

7.Dægurlagakeppni á Króknum í 60 ár

Málsnúmer 1607143Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Huldu Jónasdóttur, fyrir hönd aðstandenda vegna dagskrár 60 ára afmælis Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita kr. 300.000,- til viðburðarins sem tekinn er af fjárhagslið 05890.

Fundi slitið - kl. 17:10.