Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2509237Vakta málsnúmer
Emil Þór Guðmundsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Bergs Gunnarssonar og Rósu Maríu Vésteinsdóttur um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Narfastaðir land, L215816. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer BN01, BN02 og BN03, dagsettir 23.09.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Víðidalur 1 L240159 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2510029Vakta málsnúmer
Emil Þór Guðmundsson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Péturs Helga Stefánssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Víðidalur 1, L222901. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer BN01, BN02 og BN03, dagsettir 07.10.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Borgarbraut 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2510056Vakta málsnúmer
Brynjólfur Árnason byggingarfræðingur sækir f.h. Myndunar ehf. og Áka Bifreiðaþjónustu um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á lóðinni númer 2 við Borgarbraut á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá BÁ Hönnun af umsækjanda. Uppdrættir í verki 012-2025, númer A-100.10, A-101.10, A-101.20, A-102.00, A-103.00, A-103.02, A-104.00, A-105.00 og A-109.00, dagsettir 30.09.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Gilseyri L230527 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2510058Vakta málsnúmer
Bjarni Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingur sækir f.h. Ómars B. Jenssonar og Vilborgar Elísdóttur um leyfi til að byggja geymslu/aðstöðuhús á lóðinni Gilseyri L230527. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101 og 102, dagsettir 09.09.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Sæmundargata 15 - Brim Guesthouse- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2509259Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 24. september 2025 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2025 065979. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Þórðar Grétars Árnasonar um leyfi til að reka gististað í flokki II - G íbúðir í mhl. 02 að Sæmundargötu 15 á Sauðárkróki undir heitinu Brim Guesthouse, fasteignanúmer F 2132334. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 15:00.