Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Sauðárkrókur - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2412084Vakta málsnúmer
Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur á Stoð ehf. verkfræðistofu sækir f.h. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Framlagður uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettur 03.12.2024, breytt 25.02.25. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Freyjugata 44 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2412078Vakta málsnúmer
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Arons Más Jónssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 44 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3352, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.12.2024, breytt 31.01.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Borgarflöt 9 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2502192Vakta málsnúmer
Ívar Hauksson tæknifræðingur sækir f.h. Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 9 við Borgarflöt á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á VHÁ Verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-060, númer 1, 2 og 3, dagsettir september 2024, breytt 15.10.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Ártorg 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2411004Vakta málsnúmer
Össuri Imsland byggigarfræðingur sækir f.h. Festi ehf. um leyfi til að endurnýja skilti/merki sem stendur á þjónustulóð N1 við Ártorg 4 á Sauðárkróki. Sótt er um að setja upp ID auglýsingaskilti. Framlagður uppdráttur gerður hjá ASK arkitektum af umsækjanda. Uppdráttur í verki 0344, númer 10-10, dagsettur 01.11.2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Sæmundargata 5 - Tilkynnt framkvæmd
Málsnúmer 2502033Vakta málsnúmer
Eyjólfur Ingiberg Geirsson eigandi fasteignar í fjöleignahúsi með fasteignanúmerið F2132313 sem stendur á lóðinni númer 5 við Sæmundargötu leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd, uppsetningu á hurð í stað glugg á vesturhlið hússins. Framlögð gögn, uppdráttur gerður hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdráttur er númer A-101, dagsettur 29.11.2024. Fyrir liggur samþykki annarra eiganda hússins. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Fundi slitið - kl. 14:00.