Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

17. fundur 01. júní 2023 kl. 15:15 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hraun I lóð L146823 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2211186Vakta málsnúmer

Björk Pétursdóttir og Gylfi Traustason sækja f.h. Gáseyrin ehf. um leyfi til að breyta notkun geymsluhúss, mhl. 01 á lóðinni Hraun 1 lóð, L146823 í Fljótum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3251, númer A-101 og A-102, dagsettur 27. apríl 2023. Erindið samþykkt.

2.Grenihlíð 21-23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2305061Vakta málsnúmer

Ragnar Freyr Guðmundsson sækir f.h. Ásmundar J. Pálmasonar um leyfi til að byggja fjölbýlishús á tveimur hæðum, fjórar íbúðir á lóðunum númer 21-23 við Grenihlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Ragnari Frey Guðmundssyni arkitekt. Uppdrættir í verki 04_22_011, númer A-100 og A-101, dagsettir 5. maí 2023. Byggingaráform samþykkt.

3.Birkimelur 27 -Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2305140Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir f.h. Sigurbjargar Evu Egilsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 27 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki 1022, númer 01, 02 og 03, dagsettir 17. nóvember 2022. Byggingaráform samþykkt.

4.Austurgata 22 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2305198Vakta málsnúmer

Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir sækir um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 22 við Austurgötu á Hofsósi. Breytingar varða endurnýjun á gluggum og hurðum. Framlagður uppdráttur eru gerður af Trausta Val Traustasyni tæknifræðingi. Uppdráttur í verki 0032023, númer A-01, dagsettur 23. maí 2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

5.Birkimelur 32 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2305181Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Sigurðar Óla Ólafssonar og Helgu Rósar Sigfúsdóttur um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 32 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 79009001, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 24. maí 2023. Byggingaráform samþykkt.

6.Litla-Gröf - Umsagnarbeiðni vegna breytingar á rekstrarleyfi.

Málsnúmer 2305128Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-030335, dags. 12. maí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Karuna ehf. um breyting á núverandi rekstrarleyfi úr flokki III í flokk IV, gistiheimili í gestahúsi, mhl. 04 að Litla-Gröf, L145986, fnr. 2140202. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 16:15.