Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

100. fundur 21. febrúar 2020 kl. 13:30 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Varmahlíðarskóli L146130 íþróttamiðstöð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2001199Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs Skagafjarðar og Hrefna Jóhannesdóttir f.h. Akrahrepps, eiganda Íþróttarmiðstöðvarinnar í Varmahlíð, sækja um leyfi til að staðsetja sorpskýli á lóðinni Varmahlíðarskóli L146130. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 190919, númer A-01, A-02 og A-03, dagsettir 19. september 2019. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Hólkot 145938 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 2002024Vakta málsnúmer

Friðbjörg Vilhjálmsdóttir kt. 290638-4539 óskar eftir að fjárhús byggð árið 1961, skráð matshluti 03 á jörðinn Hólkot L145938, verði feld úr opinberum skrám. Erindið samþykkt.

3.Hraun 1 og Hraun 2 í Fljótum - Staðfesting á friðun æðarvarps

Málsnúmer 2002090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanni Norðurlands vestra, erindi Árna Rúnari Örvarssyni kt. 210394-2739, dagsett 22. janúar 2020 þar sem óskað er eftir með vísan til reglugerðar nr. 252/1996, staðfestingar byggingarfulltrúa á friðlýsingu æðarvarps í landi jarðanna Hraun I, landnúmer 146818, og Hraun II ladnúmer 146824, í Fljótum. Fylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 04.02.2020. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdi við erindið eins og það er fyrir lagt og hefur þegar staðfest framangreindan uppdrátt.

4.Skógargata 8 - Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 2001144Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2020, úr máli 2001193 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Madara Sudare kt. 250579-3449, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II, fjöldi gesta 2 að Skógargötu 8 á Sauðárkróki. Fyrir er leyfi sem gildir til 26.09.2020 að Skógargötu 8 Sölvahús málsnúmer 1605398, gistileyfi fyrir 5 manns, það leyfi fellur úr gildi nú þegar þessi umsókn verður afgreidd.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 14:30.