Vinnustofur í umsóknargerð hjá Sóknaráætlun Norðurlands vestra

Frestur til að skila inn umsóknum í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Sóknaráætlunar Norðurlands vestra rennur út 30. nóvember næstkomandi. Umsækjendum stendur til boða að mæta og fá aðstoð og ráðgjöf við gerð umsóknar í þessari viku.

Miðvikudaginn 15. nóvember verða starfsmenn Sóknaráætlunar Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði og í Frændgarði í Vesturfarasetrinu á Hofsósi kl 10-12 og á Kaffi Krók á Sauðárkróki kl 14-18.

Nánari upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu SSNV.