Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

Þessa vikuna eru vinnustofur opnar í Húnaþingi, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd en í Skagafirði í næstu viku. Þriðjudaginn 2. febrúar verður vinnustofa á Sauðárkróki á Kaffi Krók kl 13-18, Varmahlíð miðvikudaginn 3. febrúar á Hótel Varmahlíð kl 15-18 og á Hofsósi  fimmtudaginn 4. febrúar í Frændgarði kl 15-18.

Atvinnuráðgjafar SSNV bjóða upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veita upplýsingar um aðra styrkmöguleika auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi. Eru einstaklingar sem ætla að sækja um eindregið hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Sjóðurinn veitir styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar og verður ein aðalúthlutun á þessu ári. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar og skal skila umsóknum rafrænt á netfangið umsoknir@ssnv.is og eru allar nánari upplýsingar á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ssnv.is