Fara í efni

Vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni Félags ferðaþjónustunnar

09.12.2019
Vinningsmyndin Messa í Ábæjarkirkju. Mynd: Katrín Magnúsdóttir.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt.

Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og varð niðurstaðan eftirfarandi:

1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju, höfundur Katrín Magnúsdóttir.

2. Listrænt: Ernan úr lofti, höfundur Norbert Ferencson.

3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höfundur Norbert Ferencson.

4. Hestar: Hestur að sprella, höfundur Christoph Dorsch.

5. Landslag: Sólsetur, höfundur Einar Gíslason.

Dómarar keppninnar voru Óli Arnar Brynjarsson, Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

Verðlaunin sem vinningshafarnir fengu voru vegleg en leitað var til nokkurra fyrirtækja með verðlaun. Skrautmen gaf löber og taupoka. Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil. Lýtingsstaðir gaf tveggja klukkustunda hestaferð fyrir tvo. Viking Rafting gaf ferð fyrir tvo í rafting. Bakkaflöt gaf kajakferð fyrir tvo í Svartá. 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu. Sölvanes, Birkihlíð, Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli/matur úr héraði.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda, dómara og fyrirtækja sem styrktu verkefnið með verðlaunum.

Hér má sjá vinningsmyndirnar:

Messa í Ábæjarkirkju, höfundur Katrín Magnúsdóttir.

Ernan úr lofti, höfundur Norbert Ferencson.

Grafarkirkja, höfundur Norbert Ferencson.

Hestur að sprella, höfundur Christoph Dorsch.

Sólsetur, höfundur Einar Gíslason.