Vinadagurinn í Skagafirði

Það var líf og fjör á vinadeginum í Skagafirði. mynd SBR
Það var líf og fjör á vinadeginum í Skagafirði. mynd SBR

Vinadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá skólum Skagafjarðar í dag í sjötta skipti og var vel heppnaður.  Öll grunnskólabörn í firðinum komu saman ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV.

Vinadagurinn er hluti af stærra verkefni, Vinaverkefninu, sem er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, fjölskyldusviðs og foreldra í Skagafirði. Hátíðahöldin fóru fram í Árskóla og lá mikil gleði í loftinu og tóku krakkarnir virkan þátt í söng, leik og dansi.