Fara í efni

Vinadagurinn í Skagafirði

25.10.2013

Vinadagurinn var haldinn í Sveitarfélaginu Skagafirði í annað sinn 23. okt. Um 1000 manns mættu í íþróttahúsið á Sauðárkróki og skemmtu  sér saman eins og sönnum vinum ber að gera. Skólahóparnir úr leikskólunum, grunnskólanemendur, nemendur FNV ásamt kennurum og foreldrum og fleiri gestum. Fyrst var samverustund í íþróttasalnum og mætti m.a. Logi Vígþórsson danskennari á svæðið og tók smá danstakta með hópnum. Þá var borðað nesti og síðan hlustað á Svavar Knút leika nokkur lög. Að lokum var árgangahittingur í bekkjarstofum.

Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í Vinaverkefninu en Vinadagurinn er hluti af forvarnavinnu verkefnisins.

Myndir Feykir

mynd Feykirmynd Feykir