Vinadagur í íþróttahúsi Árskóla miðvikudaginn 23. október

Vinadagurinn verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 23. október frá kl 9-12. Öll grunnskólabörn í firðinum koma saman ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV og skemmta sér saman eins og sannir vinir með söng, leik og dansi. Dagurinn hefst með samveru í íþróttasalnum, síðan er borðað nesti áður en Svavar Knútur kemur og skemmtir þátttakendum. Dagskráin endar með árgangahittingi milli kl 11 og 12.

Sveitarfélagið Skagafjörður er þátttakandi í Vinaverkefninu og býður alla velkomna sem vilja koma og taka þátt í dagskránni.