Fara í efni

Vilt þú taka þátt í að búa til einstaka upplifun fyrir gesti skemmtiferðaskipa?

26.06.2025

Í sumar er von á fjölmörgum skemmtiferðaskipum á Sauðárkróki og á Hofsósi. Sveitarfélagið ætlar í tilefni þess að hrinda af stað tilraunaverkefni sem hefur það markmið að skapa lifandi og eftirminnilega stemningu þegar farþegar stíga í land.

Við leitum því að einstaklingum eða fyrirtækjum sem vilja setja upp bás/borð á hafnarsvæðinu, til dæmis:

  • Handverksfólki og listafólki sem vilja sýna og selja vörur sínar á staðnum.
  • Fyrirtæki eða einstaklingar sem vilja kynna starfsemi sína eða þjónustu.
  • Matvælaframleiðendum og smáframleiðendum sem vilja kynna sérvörur, smakk eða sölu.
  • Öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að skapa góða stemningu – tónlist, list, skreytingar, upplifun eða annað.

Þetta er frábært tækifæri til að kynna vörur og þjónustu fyrir gestum og jafnframt skapa ógleymanlega upplifun við komur skemmtiferðaskipanna.

Vakin er athygli á því að aðilar þurfa að útvega sér borð eða bása.

Komur skemmtiferðaskipa í Skagafirði má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir María Neves, maria.neves@skagafjordur.is. Jafnframt er tekið við skráningum á sama netfangi.