Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

Fimmtudaginn 29. ágúst verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla taka þátt í afmælishátíðinni og eru búnir að standa í undirbúningi síðustu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar.  Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sundi með frjálsri aðferð) og er skráning þegar hafin hjá Línu í síma 861 6801. 

Dagskráin hefst kl. 14:00 með skrúðgöngu frá Varmahlíðarskóla, örstuttum ræðuhöldum, sögu sundlaugarinnar, söngi og dansi. Áætlað er að Grettissund hefjist kl. 15:30.

Nemendur og starfsfólk skólans bjóða alla velkomna!