Fara í efni

Viðurkenning fyrir Comeníusarverkefnið

16.06.2015

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut nú á dögunum viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sinna stofnana í Comeníusarverkefninu. Verkefnið Kristvina Gísladóttir og danskur kollegi á lokaráðstefnunnihófst árið 2012 þegar styrkur frá einni af menntaáætlunum ESB kom í hlut fræðsluþjónustu Skagafjarðar til samstarfs við Odense Kommune í Danmörku. Verkefnið fólst í því að auka samfellu í skóladegi elstu barna leikskóla og yngstu barna grunnskóla, aldurinn 5-8 ára. Markmiðið var að rannsaka aðferðir stjórnenda og fagfólks við skipulagningu lærdómsumhverfis fyrir þennan aldurshóp. Áherslan var lögð á að deila hugmyndum og reynslu mismunandi faghópa í leikskólum annarsvegar og grunnskólum hinsvegar til að tryggja að skilin milli þessara tveggja skólastiga verði sem minnst.

Til samstarfs í verkefninu voru valdir tveir grunnskólar og tveir leikskólar í Skagafirði þ.e. Árskóli og Ársalir, Varmahlíðarskóli og Birkilundur. Tveir starfsmenn frá hverri stofnun voru valdir í verkefnið og stjórnendur stofnananna tóku þátt í skipulagningu verkefnisins hér á landi. Verkefnisstjórn skipuðu fræðslustjóri, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi og kennsluráðgjafi. Einnig var ráðgjafi stjórninni til stuðnings, forseti kennaradeildar menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Samskiptin við dönsku skólana fóru að mestu fram á ensku og var m.a.  notaður fjarfundabúnaður. Þátttakendur skólanna í Skagafirði Anna Kristín Sigurðardóttir frá HÍfóru tvisvar til Odense 2013 og  dönsku þátttakendurnir komu einu sinni til Skagafjarðar. Lokaráðstefna var í maí 2014 þar sem farið var yfir verkefnið og þann árangur sem af því hlaust.  Þátttakendur eru sammála um að verkefnið hafi skilað miklum árangri og samstarfið skili sér í betri og samfelldari skóladegi aldurshópsins 5-8 ára.

Eftir að verkefnið fór af stað komu til fleiri þættir sem eins konar aukaafurðir samstarfsins m.a. var stofnuð vefsíða http://www.inlearnregio.com/ þar sem sagt er frá verkefninu. Selma Barðdal uppeldis- og sálfræðiráðgjafi sveitarfélagsins og Ida Schwartz sálfræðingur hafa unnið áfram saman og nú er að koma út fræðigreinin Kvalitet í dagtilbud í grundbog til dagtilbudspædagogik.