Viðburðir í jóladagskrá

Ljós tendruð á jólatré á Sauðárkróki 2015
Ljós tendruð á jólatré á Sauðárkróki 2015

Sveitarfélagið Skagafjörður mun birta jóla- og áramótadagskrá í Sjónhorninu í desember líkt og síðustu ár. Þar verða viðburðir á aðventu, jólum og um áramót kynntir.

Þeir sem hafa áhuga á að koma viðburðum á framfæri í jóladagskrána eða hafa áhuga á að standa fyrir einhverju skemmtilegu í tengslum við tendrun ljósa á jólatrénu eru beðnir um að hafa samband við Hebu Guðmundsdóttur, með því að senda póst á heba@skagafjordur.is eða hringja í síma 455-6017, fyrir föstudaginn 16. nóvember nk.

Tendrun ljósa á jólatré

Ljósin verða tendruð á jólatré við Kirkjutorg á Sauðárkróki laugardaginn 1. desember kl. 15:30.