Fara í efni

Vetraropnun tekur gildi í sundlaugunum

26.08.2016
Sundlaug Sauðárkróks

Laugardaginn 27. ágúst breytast opnunartímar í sundlaug Sauðárkróks og sundlauginni í Varmahlíð og í næstu viku í sundlauginni á Hofsósi. Sundlaug Sauðárkróks lokar hálftíma fyrr á virkum dögum og kl 16 um helgar en ekki 17 eins og verið hefur í sumar.

Sundlaugin í Varmahlíð opnar fyrr á morgnana eða kl 9 í stað 10:30 í sumar en lokar fyrr á föstudögum, kl 14. Opnunartími um helgar er kl 10-15 en frá og með 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.

Sundlaugin á Hofsósi verður opin í vetur kl 7:05-13:05 og 17:15- 20:15 á virkum dögum og kl 11-15 um helgar. Sumaropnunartími er þó enn í gildi um helgina þ.e. kl 9-21. Laugin verður lokuð vegna viðhalds næstkomandi mánudag og þriðjudag og opnar samkvæmt vetrartímanum miðvikudaginn 31. ágúst.

Sundlaugin á Sólgörðum verður lokuð í vetur.

Alltaf má finna opnunartíma sundlauga hér á heimasíðunni.