Fara í efni

Vetrarhátíðin í Tindastóli

20.02.2015

Skíðasvæðið í Tindastóli verður ekki opið í dag því leiðindaveður er í fjallinu en hátíðin var sett í Sauðárkrókskirkju í gær. Í dag er boðið upp á sögustund með Stínu svæðisleiðsögumanni á Kaffi Krók milli kl 15 og 17 og pizzahlaðborð á Ólafshúsi kl 19.

Betri spá er fyrir morgundaginn og þá hefst fjörið í fjallinu kl 11. Tónlist um óma, grillað verður í hádeginu, björgunarsveitin verður með magnað atriði ásamt fleiri uppákomum. Opið verður í Minjahúsinu á Króknum af þessu tilefni milli kl 15 og 17 og sundlaug Sauðárkróks verður opin til kl 18.

Laugardagurinn endar með kvöldvöku í reiðhöllinni Svaðastöðum kl 19:30 með skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Á sunnudaginn opnar skíðasvæðið kl 11 og opið verður til kl 16. Þá er einnig opið í Glaumbæ og Áskaffi milli kl 12 og 17.