Velheppnað áheitahlaup nemenda í Varmahlíðarskóla

33 nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla hlupu rúma 60 km til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar 29. okt. Fyrsti hópurinn hljóp af stað kl 9:40 í blíðskaparveðri áleiðis á Krókinn og síðasti hópurinn kom að skólanum kl 18:45. Lögreglan fylgdi krökkunum í gegnum Krókinn og þá kafla leiðarinnar sem ekki eru reiðstígar meðfram veginum.  Margir lögðu áheitahlaupinu lið á einn eða annan hátt segir á heimasíðu Varmahlíðarskóla. Sjá hér: 

Krakkarnir afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar eina milljón króna.