Fara í efni

Vélaval gefur endurskinsvesti í Varmahlíðarskóla

04.01.2016
Nemendur í 1. - 4. bekk Varmahlíðarskóla í vestunum góðu

Varmahlíðarskóla barst góð gjöf frá versluninni Vélavali í Varmahlíð rétt fyrir jólin. Verslunarstjórinn Sigrún Guðlaugsdóttir kom færandi hendi með 30 endurskinsvesti í nokkrum stærðum merkt skólanum.

Nemendur í 1. - 4. bekk mátuðu vestin og stilltu sér upp fyrir myndavélina. Á heimasíðu skólans færa nemendur og starfsfólk Sigrúnu þakkir fyrir góða gjöf sem kemur að góðum notum, ekki síst á þessum tíma árs þegar skammdegið ríkir yfir stórum hluta skóladagsins.