Vel heppnuð árshátíð

Mynd Varmahlíðarskóli
Mynd Varmahlíðarskóli

Árshátíð nemenda yngri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin s.l. laugardag í Menningarhúsinu Miðgarði. Sýndur var söngleikurinn Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur og tókst sýningin frábærlega vel segir á heimasíðu skólans.  Árshátíðin var tekin upp og verður diskurinn til sölu hjá ritara þegar vinnslu á honum er lokið.  Þangað til er hægt að skoða myndir frá árshátíðinni og generalprufunni á myndasíðu skólans.