Vefmyndavélar komnar við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Smábátahöfnin á Sauðárkróki
Smábátahöfnin á Sauðárkróki

Síðastliðinn föstudag voru settar upp tvær nýjar vefmyndavélar við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Vélarnar sýna yfir höfnina þannig að hægt er að fylgjast með bátunum í höfninni.

Með þessari viðbót eru vefmyndavélar sem hægt er að fylgjast með á heimasíðu sveitarfélagsins orðnar sex talsins. Þær eru staðsettar á Faxatorgi og Kirkjutorgi á Sauðárkróki, á Þverárfjalli, á Reykjarhóli í Varmahlíð og tvær við smábátahöfnina.

Vefmyndavélar